Enski boltinn

Þéttskipaður sunnudagur í enska boltanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ferguson mætir með lið sitt á White Hart Lane um helgina.nordic photos/getty
Ferguson mætir með lið sitt á White Hart Lane um helgina.nordic photos/getty
Að venju verður nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Veislan byrjar í hádeginu í dag þegar Liverpool tekur á móti Arsenal og svo verður þétt dagskrá á morgun þegar boðið verður upp á þrjá leiki í röð.

Augu flestra munu þó sjálfsagt beinast að leik Tottenham og Manchester United. United er í öðru sæti og á í harðri baráttu við nágranna sína í City um toppsætið en Tottenham verður að vinna sigur til að eiga enn raunhæfa möguleika á að blanda sér í titilbaráttuna af einhverri alvöru.

Tottenham hefur átt gott tímabil og kom það Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, ekki á óvart.

„Í sumar ákváðu þeir að halda í Luka Modric þrátt fyrir að hafa fengið tilboð frá Chelsea sem öllum fannst mjög hátt. Það sendi öðrum leikmönnum í liðinu skýr skilaboð og bar góðan árangur. Þar til fyrir 2-3 vikum var Tottenham að spila best allra liða í deildinni," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×