Leitin að heilaga kaleiknum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2012 06:00 Abramovich var farinn að skipta sér af æfingum hjá Villas-Boas skömmu áður en hann lét hann fjúka. Mynd/Nordicphotos/Getty Það var sumarið 2003 sem moldríkur Rússi, Roman Abramovich, að nafni keypti enska knattspyrnufélagið Chelsea. Hann greiddi 60 milljónir punda fyrir félagið sem þá skuldaði 80 milljónir punda. Það voru smáaurar í augum Romans sem þurrkaði út skuldirnar og fór að eyða peningum í leikmenn eins og þeir væru að detta úr tísku. Hann eyddi heilum 110 milljónum punda í félagið fyrsta árið og er talinn hafa sett 600 milljónir punda í Chelsea síðan hann eignaðist það. Markmið Romans voru afar einföld – að gera Chelsea að einu besta félagi heims og vinna sjálfa Meistaradeildina. Honum tókst á skömmum tíma að gera Chelsea að einu besta liði Evrópu en hinn heilagi kaleikur í augum Romans, Meistaradeildarbikarinn, hefur látið bíða eftir sér. Næst komst Chelsea því að vinna bikarinn er það mætti Man. Utd í úrslitum í Moskvu árið 2008. Þá tapaði Chelsea í vítaspyrnukeppni. Síðustu misseri hefur Chelsea verið að gefa eftir og þolinmæði eigandans í garð knattspyrnustjóra félagsins er engin. Þeir fá lítinn tíma til þess að byggja upp lið. Það hefur svo sannarlega ekki verið neinn skortur á hæfileikaríkum þjálfurum hjá Chelsea í gegnum tíðina en þeir hafa samt undantekningalaust fengið að fjúka. Roman greiddi Ítalanum Carlo Ancelotti 10 milljónir punda til þess að hætta í lok síðasta sumars. Hann ákvað í kjölfarið að taka áhættu og ráða hinn 34 ára gamla Portúgala, André Villas-Boas. Portúgalinn var áður aðstoðarmaður hjá sjálfum José Mourinho og hafði verið að gera frábæra hluti með Porto.Svo mikla trú hafði Roman á Villas-Boas að hann greiddi Porto 13,3 milljónir punda til þess að fá hann. Trúin entist ekki lengi því 36 vikum og 40 leikjum síðar ákvað Roman að reka Portúgalann unga. Það kostaði hann 11 milljónir punda og Villas-Boas var þess utan búinn að fá 3,5 milljónir punda í laun á þessum 36 vikum. Ævintýrið í kringum Villas-Boas kostaði Roman því að minnsta kosti 27 milljónir punda. Eftir stendur ein rjúkandi rúst og efnilegir þjálfarar eins og Brendan Rodgers hjá Swansea segjast ekki hafa nokkurn áhuga á því að fara til Chelsea. Það eitt og sér segir sína sögu um það hvernig menn líta stjórastöðuna hjá félaginu. Brasilíumaðurinn Luiz Felipe Scolari hefur að auki líkt því við helvíti að vera knattspyrnustjóri Chelsea. Rússinn mun þó örugglega finna hæfan og reyndan mann til þess að taka við liðinu er það gerir enn eina tilraunina að því ná heilaga kaleiknum. Takist það ekki mun Roman líkast til sveifla öxinni á nýjan leik og reyna aftur enda segja kunnugir að það sé orðin þráhyggja hjá honum að vinna Meistaradeildina. Riddarar Romansxx xx xxAbramovich keypti Chelsea árið 2003 og þá var Claudio Ranieri búinn að vera stjóri liðsins í þrjú ár. Hann entist aðeins út eina leiktíð. Claudio Ranieri Ráðinn í september 2000 – rekinn í maí 2005 José Mourinho Ráðinn í júní 2004 – rekinn í september 2007 Avram Grant Ráðinn í september 2007 – rekinn í maí 2008 Luiz Felipe Scolari Ráðinn í júlí 2008 – rekinn í febrúar 2009 Ray Wilkins Var tímabundið stjóri í febrúarmánuði 2009 Guus Hiddink Ráðinn tímabundið í febrúar 2009 og kláraði leiktíðina. Carlo Ancelotti Ráðinn í júní 2009 – rekinn í maí 2011 André Villas-Boas Ráðinn í júní 2011 – rekinn í mars 2012 Robert Di Matteo Ráðinn til þess að klára tímabilið Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Það var sumarið 2003 sem moldríkur Rússi, Roman Abramovich, að nafni keypti enska knattspyrnufélagið Chelsea. Hann greiddi 60 milljónir punda fyrir félagið sem þá skuldaði 80 milljónir punda. Það voru smáaurar í augum Romans sem þurrkaði út skuldirnar og fór að eyða peningum í leikmenn eins og þeir væru að detta úr tísku. Hann eyddi heilum 110 milljónum punda í félagið fyrsta árið og er talinn hafa sett 600 milljónir punda í Chelsea síðan hann eignaðist það. Markmið Romans voru afar einföld – að gera Chelsea að einu besta félagi heims og vinna sjálfa Meistaradeildina. Honum tókst á skömmum tíma að gera Chelsea að einu besta liði Evrópu en hinn heilagi kaleikur í augum Romans, Meistaradeildarbikarinn, hefur látið bíða eftir sér. Næst komst Chelsea því að vinna bikarinn er það mætti Man. Utd í úrslitum í Moskvu árið 2008. Þá tapaði Chelsea í vítaspyrnukeppni. Síðustu misseri hefur Chelsea verið að gefa eftir og þolinmæði eigandans í garð knattspyrnustjóra félagsins er engin. Þeir fá lítinn tíma til þess að byggja upp lið. Það hefur svo sannarlega ekki verið neinn skortur á hæfileikaríkum þjálfurum hjá Chelsea í gegnum tíðina en þeir hafa samt undantekningalaust fengið að fjúka. Roman greiddi Ítalanum Carlo Ancelotti 10 milljónir punda til þess að hætta í lok síðasta sumars. Hann ákvað í kjölfarið að taka áhættu og ráða hinn 34 ára gamla Portúgala, André Villas-Boas. Portúgalinn var áður aðstoðarmaður hjá sjálfum José Mourinho og hafði verið að gera frábæra hluti með Porto.Svo mikla trú hafði Roman á Villas-Boas að hann greiddi Porto 13,3 milljónir punda til þess að fá hann. Trúin entist ekki lengi því 36 vikum og 40 leikjum síðar ákvað Roman að reka Portúgalann unga. Það kostaði hann 11 milljónir punda og Villas-Boas var þess utan búinn að fá 3,5 milljónir punda í laun á þessum 36 vikum. Ævintýrið í kringum Villas-Boas kostaði Roman því að minnsta kosti 27 milljónir punda. Eftir stendur ein rjúkandi rúst og efnilegir þjálfarar eins og Brendan Rodgers hjá Swansea segjast ekki hafa nokkurn áhuga á því að fara til Chelsea. Það eitt og sér segir sína sögu um það hvernig menn líta stjórastöðuna hjá félaginu. Brasilíumaðurinn Luiz Felipe Scolari hefur að auki líkt því við helvíti að vera knattspyrnustjóri Chelsea. Rússinn mun þó örugglega finna hæfan og reyndan mann til þess að taka við liðinu er það gerir enn eina tilraunina að því ná heilaga kaleiknum. Takist það ekki mun Roman líkast til sveifla öxinni á nýjan leik og reyna aftur enda segja kunnugir að það sé orðin þráhyggja hjá honum að vinna Meistaradeildina. Riddarar Romansxx xx xxAbramovich keypti Chelsea árið 2003 og þá var Claudio Ranieri búinn að vera stjóri liðsins í þrjú ár. Hann entist aðeins út eina leiktíð. Claudio Ranieri Ráðinn í september 2000 – rekinn í maí 2005 José Mourinho Ráðinn í júní 2004 – rekinn í september 2007 Avram Grant Ráðinn í september 2007 – rekinn í maí 2008 Luiz Felipe Scolari Ráðinn í júlí 2008 – rekinn í febrúar 2009 Ray Wilkins Var tímabundið stjóri í febrúarmánuði 2009 Guus Hiddink Ráðinn tímabundið í febrúar 2009 og kláraði leiktíðina. Carlo Ancelotti Ráðinn í júní 2009 – rekinn í maí 2011 André Villas-Boas Ráðinn í júní 2011 – rekinn í mars 2012 Robert Di Matteo Ráðinn til þess að klára tímabilið
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira