Fjölbreytt samstarf um Norðurslóðamál 8. mars 2012 10:00 Össur og Alain Juppé ræddu í gær hvernig mætti binda enda á fjöldamorð Sýrlandsstjórnar gegn þegnum sínum og koma á friði í landinu. mynd/franska sendiráðið Össur Skarphéðinsson og Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakka, urðu ásáttir um víðtækt samstarf á sviði heimskautamálefna á fundi sínum í gær. Evrópa, aðildarviðræður að ESB og gjaldmiðlamál voru þungamiðja viðræðnanna. Fjölbreytt samstarf Frakklands og Íslands um málefni Norðurslóða og heimskautanna er í deiglunni eftir fund Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með starfsbróður sínum, Alain Juppé, í gær. Evrópumál í víðu samhengi voru þó efst á baugi. Juppé undrast hugmyndir hér á landi um upptöku annarrar myntar en evrunnar. Juppé segir Íslendinga eiga stuðning Frakka vísan í viðræðum um erfiða þætti aðildarviðræðna okkar að ESB. „Við urðum ásáttir um að gera samkomulag um samstarf þjóðanna um heimskautamálefni,“ segir Össur í viðtali við Fréttablaðið í gærdag. Og mikið stendur til. Frakkar bjóða íslenskum vísindamönnum aðstöðu í rannsóknarstöðvum sínum á Svalbarða og Suðurskautslandinu og senda sína sérfræðinga til starfa við norðurslóðarannsóknir á Akureyri. Vilji er fyrir að koma á aukinni samvinnu milli Háskólans á Akureyri og hinnar virtu Pierre og Marie Curie vísindastofnunar í París. Íslendingum verður sérstaklega boðin þátttaka í stóru verkefni um efnahagsleg og félagsleg áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Þá ætli löndin að halda sameiginlega ráðstefnu á vettvangi OECD um norðurslóðamál. „Þetta allt fellur undir þá stefnu okkar að ná tvíhliða samstarfi, með raunhæfum verkefnum, við sem flestar þjóðir á þessu sviði,“ segir Össur, sem fundaði einnig með Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakka og nú sendiherra um málefni heimskautanna. Varðandi aðildarviðræðurnar að ESB lagði Össur áherslu á að þeim yrði hraðað og að efnislegar viðræður myndu hefjast sem fyrst, sérstaklega um sjávarútvegsmál. „Juppé sagðist hafa fullan skilning á þessari afstöðu okkar og sagði Íslendinga ekki þurfa að óttast annað en fullan stuðning Frakka,“ segir Össur og bætti við að áhugaverð umræða hafi spunnist um gjaldmiðlamál á fundinum. Hann gerði grein fyrir ókostum gjaldeyrishafta og lýsti þeirri skoðun sinni að án þess að taka upp aðra mynt gæti reynst erfitt að afnema þau. Juppé þekkti stöðuna hér vel og lýsti undrun sinni á vangaveltum um upptöku Kanadadollars. „Hann taldi að í okkar stöðu, og þá vegna mikilla viðskipta við ESB, væri evran eini raunhæfi kosturinn til að taka upp aðra mynt á Íslandi.“ Juppé vék að erfiðleikum á evrusvæðinu og aðgerðum til að hindra að þeir endurtækju sig. „Hann sagði reyndar að hann væri bjartsýnn og fullviss um að evran kæmi sterkari út úr brimskaflinum, en hún var áður,“ segir Össur. svavar@frettabladid.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Össur Skarphéðinsson og Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakka, urðu ásáttir um víðtækt samstarf á sviði heimskautamálefna á fundi sínum í gær. Evrópa, aðildarviðræður að ESB og gjaldmiðlamál voru þungamiðja viðræðnanna. Fjölbreytt samstarf Frakklands og Íslands um málefni Norðurslóða og heimskautanna er í deiglunni eftir fund Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með starfsbróður sínum, Alain Juppé, í gær. Evrópumál í víðu samhengi voru þó efst á baugi. Juppé undrast hugmyndir hér á landi um upptöku annarrar myntar en evrunnar. Juppé segir Íslendinga eiga stuðning Frakka vísan í viðræðum um erfiða þætti aðildarviðræðna okkar að ESB. „Við urðum ásáttir um að gera samkomulag um samstarf þjóðanna um heimskautamálefni,“ segir Össur í viðtali við Fréttablaðið í gærdag. Og mikið stendur til. Frakkar bjóða íslenskum vísindamönnum aðstöðu í rannsóknarstöðvum sínum á Svalbarða og Suðurskautslandinu og senda sína sérfræðinga til starfa við norðurslóðarannsóknir á Akureyri. Vilji er fyrir að koma á aukinni samvinnu milli Háskólans á Akureyri og hinnar virtu Pierre og Marie Curie vísindastofnunar í París. Íslendingum verður sérstaklega boðin þátttaka í stóru verkefni um efnahagsleg og félagsleg áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Þá ætli löndin að halda sameiginlega ráðstefnu á vettvangi OECD um norðurslóðamál. „Þetta allt fellur undir þá stefnu okkar að ná tvíhliða samstarfi, með raunhæfum verkefnum, við sem flestar þjóðir á þessu sviði,“ segir Össur, sem fundaði einnig með Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakka og nú sendiherra um málefni heimskautanna. Varðandi aðildarviðræðurnar að ESB lagði Össur áherslu á að þeim yrði hraðað og að efnislegar viðræður myndu hefjast sem fyrst, sérstaklega um sjávarútvegsmál. „Juppé sagðist hafa fullan skilning á þessari afstöðu okkar og sagði Íslendinga ekki þurfa að óttast annað en fullan stuðning Frakka,“ segir Össur og bætti við að áhugaverð umræða hafi spunnist um gjaldmiðlamál á fundinum. Hann gerði grein fyrir ókostum gjaldeyrishafta og lýsti þeirri skoðun sinni að án þess að taka upp aðra mynt gæti reynst erfitt að afnema þau. Juppé þekkti stöðuna hér vel og lýsti undrun sinni á vangaveltum um upptöku Kanadadollars. „Hann taldi að í okkar stöðu, og þá vegna mikilla viðskipta við ESB, væri evran eini raunhæfi kosturinn til að taka upp aðra mynt á Íslandi.“ Juppé vék að erfiðleikum á evrusvæðinu og aðgerðum til að hindra að þeir endurtækju sig. „Hann sagði reyndar að hann væri bjartsýnn og fullviss um að evran kæmi sterkari út úr brimskaflinum, en hún var áður,“ segir Össur. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira