Fjölbreytt samstarf um Norðurslóðamál 8. mars 2012 10:00 Össur og Alain Juppé ræddu í gær hvernig mætti binda enda á fjöldamorð Sýrlandsstjórnar gegn þegnum sínum og koma á friði í landinu. mynd/franska sendiráðið Össur Skarphéðinsson og Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakka, urðu ásáttir um víðtækt samstarf á sviði heimskautamálefna á fundi sínum í gær. Evrópa, aðildarviðræður að ESB og gjaldmiðlamál voru þungamiðja viðræðnanna. Fjölbreytt samstarf Frakklands og Íslands um málefni Norðurslóða og heimskautanna er í deiglunni eftir fund Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með starfsbróður sínum, Alain Juppé, í gær. Evrópumál í víðu samhengi voru þó efst á baugi. Juppé undrast hugmyndir hér á landi um upptöku annarrar myntar en evrunnar. Juppé segir Íslendinga eiga stuðning Frakka vísan í viðræðum um erfiða þætti aðildarviðræðna okkar að ESB. „Við urðum ásáttir um að gera samkomulag um samstarf þjóðanna um heimskautamálefni,“ segir Össur í viðtali við Fréttablaðið í gærdag. Og mikið stendur til. Frakkar bjóða íslenskum vísindamönnum aðstöðu í rannsóknarstöðvum sínum á Svalbarða og Suðurskautslandinu og senda sína sérfræðinga til starfa við norðurslóðarannsóknir á Akureyri. Vilji er fyrir að koma á aukinni samvinnu milli Háskólans á Akureyri og hinnar virtu Pierre og Marie Curie vísindastofnunar í París. Íslendingum verður sérstaklega boðin þátttaka í stóru verkefni um efnahagsleg og félagsleg áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Þá ætli löndin að halda sameiginlega ráðstefnu á vettvangi OECD um norðurslóðamál. „Þetta allt fellur undir þá stefnu okkar að ná tvíhliða samstarfi, með raunhæfum verkefnum, við sem flestar þjóðir á þessu sviði,“ segir Össur, sem fundaði einnig með Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakka og nú sendiherra um málefni heimskautanna. Varðandi aðildarviðræðurnar að ESB lagði Össur áherslu á að þeim yrði hraðað og að efnislegar viðræður myndu hefjast sem fyrst, sérstaklega um sjávarútvegsmál. „Juppé sagðist hafa fullan skilning á þessari afstöðu okkar og sagði Íslendinga ekki þurfa að óttast annað en fullan stuðning Frakka,“ segir Össur og bætti við að áhugaverð umræða hafi spunnist um gjaldmiðlamál á fundinum. Hann gerði grein fyrir ókostum gjaldeyrishafta og lýsti þeirri skoðun sinni að án þess að taka upp aðra mynt gæti reynst erfitt að afnema þau. Juppé þekkti stöðuna hér vel og lýsti undrun sinni á vangaveltum um upptöku Kanadadollars. „Hann taldi að í okkar stöðu, og þá vegna mikilla viðskipta við ESB, væri evran eini raunhæfi kosturinn til að taka upp aðra mynt á Íslandi.“ Juppé vék að erfiðleikum á evrusvæðinu og aðgerðum til að hindra að þeir endurtækju sig. „Hann sagði reyndar að hann væri bjartsýnn og fullviss um að evran kæmi sterkari út úr brimskaflinum, en hún var áður,“ segir Össur. svavar@frettabladid.is Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Össur Skarphéðinsson og Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakka, urðu ásáttir um víðtækt samstarf á sviði heimskautamálefna á fundi sínum í gær. Evrópa, aðildarviðræður að ESB og gjaldmiðlamál voru þungamiðja viðræðnanna. Fjölbreytt samstarf Frakklands og Íslands um málefni Norðurslóða og heimskautanna er í deiglunni eftir fund Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með starfsbróður sínum, Alain Juppé, í gær. Evrópumál í víðu samhengi voru þó efst á baugi. Juppé undrast hugmyndir hér á landi um upptöku annarrar myntar en evrunnar. Juppé segir Íslendinga eiga stuðning Frakka vísan í viðræðum um erfiða þætti aðildarviðræðna okkar að ESB. „Við urðum ásáttir um að gera samkomulag um samstarf þjóðanna um heimskautamálefni,“ segir Össur í viðtali við Fréttablaðið í gærdag. Og mikið stendur til. Frakkar bjóða íslenskum vísindamönnum aðstöðu í rannsóknarstöðvum sínum á Svalbarða og Suðurskautslandinu og senda sína sérfræðinga til starfa við norðurslóðarannsóknir á Akureyri. Vilji er fyrir að koma á aukinni samvinnu milli Háskólans á Akureyri og hinnar virtu Pierre og Marie Curie vísindastofnunar í París. Íslendingum verður sérstaklega boðin þátttaka í stóru verkefni um efnahagsleg og félagsleg áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Þá ætli löndin að halda sameiginlega ráðstefnu á vettvangi OECD um norðurslóðamál. „Þetta allt fellur undir þá stefnu okkar að ná tvíhliða samstarfi, með raunhæfum verkefnum, við sem flestar þjóðir á þessu sviði,“ segir Össur, sem fundaði einnig með Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakka og nú sendiherra um málefni heimskautanna. Varðandi aðildarviðræðurnar að ESB lagði Össur áherslu á að þeim yrði hraðað og að efnislegar viðræður myndu hefjast sem fyrst, sérstaklega um sjávarútvegsmál. „Juppé sagðist hafa fullan skilning á þessari afstöðu okkar og sagði Íslendinga ekki þurfa að óttast annað en fullan stuðning Frakka,“ segir Össur og bætti við að áhugaverð umræða hafi spunnist um gjaldmiðlamál á fundinum. Hann gerði grein fyrir ókostum gjaldeyrishafta og lýsti þeirri skoðun sinni að án þess að taka upp aðra mynt gæti reynst erfitt að afnema þau. Juppé þekkti stöðuna hér vel og lýsti undrun sinni á vangaveltum um upptöku Kanadadollars. „Hann taldi að í okkar stöðu, og þá vegna mikilla viðskipta við ESB, væri evran eini raunhæfi kosturinn til að taka upp aðra mynt á Íslandi.“ Juppé vék að erfiðleikum á evrusvæðinu og aðgerðum til að hindra að þeir endurtækju sig. „Hann sagði reyndar að hann væri bjartsýnn og fullviss um að evran kæmi sterkari út úr brimskaflinum, en hún var áður,“ segir Össur. svavar@frettabladid.is
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira