Tónlist

Biophilia í nýrri útgáfu

Lögin af Bjarkarplötunni Biophilia verða gefin út í endurhljóðblönduðum útgáfum.
Lögin af Bjarkarplötunni Biophilia verða gefin út í endurhljóðblönduðum útgáfum.
Annan apríl hefst endurhljóðblönduð útgáfuröð með lögunum af plötu Bjarkar, Biophilia. Þeir sem taka þátt í verkefninu eru These New Puritans, Matthew Herbert, El Guincho, Hudson Mohawke, Alva Noto, 16 Bit, Current Value, King Cannibal og pönk-rappsveitin Death Grips frá Kaliforníu.

Lögin verða gefin út með tveggja vikna fresti á fjögurra mánaða tímabili. Það er plötusnúðurinn og upptökustjórinn Current Value sem hefur leikinn með lögunum Crystalline og Solstice. Hann aðstoðaði Björk einmitt á Biophilia, rétt eins og Matthew Herbert og 16 Bit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×