Við og þau – kristin kúgunarrök gegn mosku eru ógild Sindri Geir Óskarsson skrifar 8. mars 2012 06:00 Í umræðunni um byggingu mosku á Íslandi hafa margir andstæðingar moskubyggingar gripið til þeirra raka að múslímar eigi ekki að fá að byggja mosku hér því að ekki megi byggja kirkjur í „múslíma löndum”. Hinsvegar er Sádi-Arabía eina múslímska landið þar sem kirkjur eru bannaðar. Sá sem að ætlar að halda í þessi rök er að mestum líkum kristinn, því mun þessi grein taka ákveðið mið af því. Sá sem heldur fast í það að múslímar megi ekki byggja sér mosku því að kristnir söfnuðir mega ekki byggja kirkjur í Sádi-Arabíu eru búnir að gera samskipti menningarheima að við vs. þau deilu. Þá gefur fólk ekki bara upp ranga mynd af „andstæðingnum“ heldur einnig sér sjálfu. Hver erum við? Stendur baráttan á milli kristinna og múslíma og inniheldur hugmyndin um „okkur“ þá alla kristna einstaklinga? Eru „þeir“ þá allir múslímar í heiminum, hvort sem þeir búa í Sádi-Arabíu, Indónesíu, Akureyri eða Króatíu? Það er auðvelt að setja samasemmerki á milli allra múslíma í heiminum, við þekkjum menningu þeirra ekki nægilega vel. Hinsvegar þekkjum við okkar eigin menningarheim það vel að við myndum aldrei setja samasemmerki á milli kaþólikka, hvítasunnumanna, lútherana, mormóna eða kalvinista, það væri fáránlegt. Ef við þekktum menningarheim múslíma þætti okkur álíka fáránlegt að setja samasemmerki á milli shía, súnníta, sufi, alawi eða ibadi múslíma. Kennisetningar, lífsskilningur og markmið eru það ólík á milli allra þessara trúarhreyfinga að það er ómögulegt að segja að þar sé um sama hlutinn að ræða. Það er ástæða fyrir því að það er ekki bara einn söfnuður á Íslandi, lútheristi getur ekki gengist undir kaþólskar kenningar eða tekið mark á öllum gildum hvítasunnumanna. Við berum hins vegar þá virðingu fyrir kristnum söfnuðum á Íslandi að við bönnum þeim ekki að byggja sér samkomuhús þrátt fyrir skoðanamismun. Sá sem ætlar að setja allar stefnur íslam undir sama hatt í við vs. þeir deilunni þarf að setja allar kristnar stefnur undir sama hatt og setja þar með samasemmerki á milli trúar sinnar og trúar kristnu hryðjuverkasamtakanna Army of God sem hafa myrt bæði samkynhneigt fólk og lækna sem framkvæma fóstureyðingar. Þú ættir að sjá að það er ekki hægt. Því fellur við vs. þau deilan um sjálfa sig þegar það kemur í ljós að í raun er ekki til neitt VIÐ eða ÞAU. „Múslímar mega ekki byggja mosku hér því að ekki má byggja kirkjur í Sádi-Arabíu og kristið fólk verður fyrir kúgun víðsvegar í múslimskum löndum.“ Sá sem heldur þessum rökum fram þarf að spyrja sig hvort hann aðhyllist auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, eða hvort réttlætið nái fram að ganga ef við á Íslandi bönnum múslímum að byggja sér hús til að dýrka Guð sinn. Erum við að sýna samstöðu með kúguðum trúsystkinum okkar með því að kúga íslenska múslíma? Ætli það samrýmist kristinni kenningu sem byggir á náungakærleik að múslímum sé bannað að lifa í friði og frelsi á Íslandi? Þar sem þessi rök eru án efa mest notuð af kristnum einstaklingum spyr ég hvort þetta samrýmist þeirri hugsjón að bjóða hinn vangann, að við gerum öðrum það sem við viljum sjálf að yfir okkur gangi eða hvort við förum hamförum yfir flísinni í auga múslímans á meðan við sjáum ekki bjálkann í okkar kristna auga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í umræðunni um byggingu mosku á Íslandi hafa margir andstæðingar moskubyggingar gripið til þeirra raka að múslímar eigi ekki að fá að byggja mosku hér því að ekki megi byggja kirkjur í „múslíma löndum”. Hinsvegar er Sádi-Arabía eina múslímska landið þar sem kirkjur eru bannaðar. Sá sem að ætlar að halda í þessi rök er að mestum líkum kristinn, því mun þessi grein taka ákveðið mið af því. Sá sem heldur fast í það að múslímar megi ekki byggja sér mosku því að kristnir söfnuðir mega ekki byggja kirkjur í Sádi-Arabíu eru búnir að gera samskipti menningarheima að við vs. þau deilu. Þá gefur fólk ekki bara upp ranga mynd af „andstæðingnum“ heldur einnig sér sjálfu. Hver erum við? Stendur baráttan á milli kristinna og múslíma og inniheldur hugmyndin um „okkur“ þá alla kristna einstaklinga? Eru „þeir“ þá allir múslímar í heiminum, hvort sem þeir búa í Sádi-Arabíu, Indónesíu, Akureyri eða Króatíu? Það er auðvelt að setja samasemmerki á milli allra múslíma í heiminum, við þekkjum menningu þeirra ekki nægilega vel. Hinsvegar þekkjum við okkar eigin menningarheim það vel að við myndum aldrei setja samasemmerki á milli kaþólikka, hvítasunnumanna, lútherana, mormóna eða kalvinista, það væri fáránlegt. Ef við þekktum menningarheim múslíma þætti okkur álíka fáránlegt að setja samasemmerki á milli shía, súnníta, sufi, alawi eða ibadi múslíma. Kennisetningar, lífsskilningur og markmið eru það ólík á milli allra þessara trúarhreyfinga að það er ómögulegt að segja að þar sé um sama hlutinn að ræða. Það er ástæða fyrir því að það er ekki bara einn söfnuður á Íslandi, lútheristi getur ekki gengist undir kaþólskar kenningar eða tekið mark á öllum gildum hvítasunnumanna. Við berum hins vegar þá virðingu fyrir kristnum söfnuðum á Íslandi að við bönnum þeim ekki að byggja sér samkomuhús þrátt fyrir skoðanamismun. Sá sem ætlar að setja allar stefnur íslam undir sama hatt í við vs. þeir deilunni þarf að setja allar kristnar stefnur undir sama hatt og setja þar með samasemmerki á milli trúar sinnar og trúar kristnu hryðjuverkasamtakanna Army of God sem hafa myrt bæði samkynhneigt fólk og lækna sem framkvæma fóstureyðingar. Þú ættir að sjá að það er ekki hægt. Því fellur við vs. þau deilan um sjálfa sig þegar það kemur í ljós að í raun er ekki til neitt VIÐ eða ÞAU. „Múslímar mega ekki byggja mosku hér því að ekki má byggja kirkjur í Sádi-Arabíu og kristið fólk verður fyrir kúgun víðsvegar í múslimskum löndum.“ Sá sem heldur þessum rökum fram þarf að spyrja sig hvort hann aðhyllist auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, eða hvort réttlætið nái fram að ganga ef við á Íslandi bönnum múslímum að byggja sér hús til að dýrka Guð sinn. Erum við að sýna samstöðu með kúguðum trúsystkinum okkar með því að kúga íslenska múslíma? Ætli það samrýmist kristinni kenningu sem byggir á náungakærleik að múslímum sé bannað að lifa í friði og frelsi á Íslandi? Þar sem þessi rök eru án efa mest notuð af kristnum einstaklingum spyr ég hvort þetta samrýmist þeirri hugsjón að bjóða hinn vangann, að við gerum öðrum það sem við viljum sjálf að yfir okkur gangi eða hvort við förum hamförum yfir flísinni í auga múslímans á meðan við sjáum ekki bjálkann í okkar kristna auga?
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar