Öfgamaskúlínismi Hermann Stefánsson skrifar 10. mars 2012 12:00 Fyrir nokkrum árum, nokkuð mörgum reyndar, fór ég að skoða skipulega ákveðna tegund karlamenningar sem mér þótti vera að mótast á Íslandi. Annars vegar var þetta fyrirtækjamenningin, sem ég þóttist sjá að markaði sterkt rof í íslenskri menningu og íslensku mentalíteti, hinsvegar nokkuð sem virtist þá vera jaðarfyrirbæri og við getum kallað öfgamaskúlínisma. Ég lagðist í síður eins og kallarnir.is og seinni síður og skoðaði tungutak, birtingarmyndir ákveðinna viðhorfa og samskiptamáta og ekki síst hugmyndalegan grunn. Hvaða hugmyndir höfðu þessir strákar eins og Kallarnir sem síðan urðu sumir hverjir vinsælir í fjölmiðlum? Því er ekki auðvelt að lýsa í fáum orðum svo vel sé en ríkur þáttur í þeim er ákveðin tegund húmors sem einkennist af því að vera ekki fyndinn. Um það þarf ekki að hafa mörg orð að nauðgunarhótanir eru ekki fyndnar. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las texta eftir kunningja minn þar sem fyrir kemur góð spurning: Hvernig fara menn að því að bera upp tillöguna um að fremja hópnauðgun? Svarið við spurningunni er algerlega handan seilingar ef ég miða við þá meira og minna sívílíseruðu menn sem ég umgengst alla jafna. Það er ekki hægt að gera sér í hugarlund hvernig hægt væri að ýja að slíku innan hóps þótt hægt sé að reyna að sjá það fyrir sér hvernig nauðgunarórar grassera í einum stökum kolli ofbeldismanns. Það er að segja: Jú, það er hægt að ímynda sér hvernig þetta gerist ef þessi ákveðna tegund öfgamaskúlínisma er ríkjandi í þröngum hópi og það er auðveldara að sjá það fyrir sér að slíkt sé meira en fræðilegur möguleiki þegar þessi sama tegund af herskáum öfgamaskúlínisma er einnig ríkjandi í nærumhverfi tiltekins hóps, hvað þá ef hún er útbreidd í samfélaginu. Og öfgamaskúlínisminn hefur ótvírætt breiðst út. Við getum líkt þessu við leikritið Nashyrningana eftir Eugène Ionesco: Einn af öðrum breytast íbúar bæjar í nashyrninga sem hlaupa út um allt og ryðja öllu úr vegi sem fyrir verður. Þeir skynsömustu þrjóskast lengst við, halda í vitið, siðmenninguna, mennskuna, sjálfstæða hugsun sína, en um síðir verða allir nashyrningar. Er ekki reyndar eitthvert nashyrningssyndróm nokkuð víða í íslensku samfélagi þessa dagana? Manni finnst stundum að samfélagsumræðan einkennist af því að tala með einu horni á nefinu fremur en beinlínis tveimur hrútshornum svo að næsta skref sé að hlaupa rymjandi um götur og skeyta hvorki um kvikt né dautt. Of sjaldan er minnt á hugsjónir, of sjaldan er reynt að sjá framtíðina fyrir sér eins og hún ætti að vera, of oft er einblínt með einþykkju á nýjasta smotterí dagsins í stað þess að taka slaginn við stóru málin, hnattræna hlýnun, jarðveginn sem skapast hefur í íslensku samfélagi fyrir öfgahreyfingar. Okkur hættir til að kveikja á auðveldustu hugsunum og ryðjast áfram í réttmætri reiði okkar án þess að skoða málin. Ef nashyrningssyndrómið smeygir sér inn í fleiri anga samfélagsins, hvern krók og kima, er hætt við að illa fari. Ekki síst skulum við passa okkur sjálf, að breytast ekki í nashyrninga. Ekki eina einustu tegund nashyrninga. Í þessu grúski mínu þarna um árið fannst mér sem ég hefði komist nærri einhverjum hugmyndalegum kjarna öfgamaskúlínismans. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú er að sjá sem barnungir drengir geti smitast af þessari menningu, menningu öfgamaskúlínismans. Svo er að sjá sem hetjur hennar geti náð til þeirra með sinni ófyndnu fyndni og lagt grunn að andrúmslofti þar sem allra verstu uppástungur eru félagslega samþykkjanlegar. Höldum okkur við líkingar úr bókmenntum. Risasnákurinn Hýdra með höfuðin níu varð ekki unninn því fyrir hvert höfuð sem höggvið var af spruttu tvö ný. Einhvern veginn þannig koma hetjur öfgamaskúlínismans manni fyrir sjónir, hverfi einn koma tveir nýir. Og það er enginn Herkúles í sjónmáli til að taka kvikindið. Fyrir mína parta hef ég ekkert sérstaklega mikla trú á því að höggva burt höfuðin. Bæði er að ég er ekki Herkúles og svo hefur mér fundist síðustu ár einhvern veginn frjórra og eðlilegra að menntamenn eins og ég sjálfur grunuðu sjálfa sig um græsku, tækju gagnrýni femínismans til sín og skoðuðu jafnrétti í eigin hópi í stað þess að framvísa gagnrýninni takk fyrir á Jón Jónsson verkamann og lýsa sjálfa sig femínískan Herkúles. En hvernig er í alvöru hægt að ráðast gegn menningu sem gerir alvondar uppástungur segjanlegar? Með herskáum hætti, til dæmis. Með aktívisma. Með gjörningum, með skrifum, í gegnum stjórnmál, í gegnum bókmenntir, með því að grafa undan maskúlínistamenningunni sjálfri, með því að öðlast skilning á henni, með því að ráðast gegn lygð, hræsni, hálfvelgju, tvískinnungi. Með því að karlmenn sjáist sem mest gera eitthvað annað á opinberum vettvangi en fara með vonda fyndni: Lesa bækur, tefla, fara með fyndna fyndni, spila tónlist, leggja stund á gegnumbrot skáldskaparins, ástunda sannar ögranir, fíflast, láta öllum illum látum, ganga gegn skinhelginni, hrista upp í hlutunum, vera næs, gera það kúl að vera næs. Öfgamaskúlínismann má brjóta á bak aftur með því að ráðast að sjálfri hugmyndalegri rót hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum, nokkuð mörgum reyndar, fór ég að skoða skipulega ákveðna tegund karlamenningar sem mér þótti vera að mótast á Íslandi. Annars vegar var þetta fyrirtækjamenningin, sem ég þóttist sjá að markaði sterkt rof í íslenskri menningu og íslensku mentalíteti, hinsvegar nokkuð sem virtist þá vera jaðarfyrirbæri og við getum kallað öfgamaskúlínisma. Ég lagðist í síður eins og kallarnir.is og seinni síður og skoðaði tungutak, birtingarmyndir ákveðinna viðhorfa og samskiptamáta og ekki síst hugmyndalegan grunn. Hvaða hugmyndir höfðu þessir strákar eins og Kallarnir sem síðan urðu sumir hverjir vinsælir í fjölmiðlum? Því er ekki auðvelt að lýsa í fáum orðum svo vel sé en ríkur þáttur í þeim er ákveðin tegund húmors sem einkennist af því að vera ekki fyndinn. Um það þarf ekki að hafa mörg orð að nauðgunarhótanir eru ekki fyndnar. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las texta eftir kunningja minn þar sem fyrir kemur góð spurning: Hvernig fara menn að því að bera upp tillöguna um að fremja hópnauðgun? Svarið við spurningunni er algerlega handan seilingar ef ég miða við þá meira og minna sívílíseruðu menn sem ég umgengst alla jafna. Það er ekki hægt að gera sér í hugarlund hvernig hægt væri að ýja að slíku innan hóps þótt hægt sé að reyna að sjá það fyrir sér hvernig nauðgunarórar grassera í einum stökum kolli ofbeldismanns. Það er að segja: Jú, það er hægt að ímynda sér hvernig þetta gerist ef þessi ákveðna tegund öfgamaskúlínisma er ríkjandi í þröngum hópi og það er auðveldara að sjá það fyrir sér að slíkt sé meira en fræðilegur möguleiki þegar þessi sama tegund af herskáum öfgamaskúlínisma er einnig ríkjandi í nærumhverfi tiltekins hóps, hvað þá ef hún er útbreidd í samfélaginu. Og öfgamaskúlínisminn hefur ótvírætt breiðst út. Við getum líkt þessu við leikritið Nashyrningana eftir Eugène Ionesco: Einn af öðrum breytast íbúar bæjar í nashyrninga sem hlaupa út um allt og ryðja öllu úr vegi sem fyrir verður. Þeir skynsömustu þrjóskast lengst við, halda í vitið, siðmenninguna, mennskuna, sjálfstæða hugsun sína, en um síðir verða allir nashyrningar. Er ekki reyndar eitthvert nashyrningssyndróm nokkuð víða í íslensku samfélagi þessa dagana? Manni finnst stundum að samfélagsumræðan einkennist af því að tala með einu horni á nefinu fremur en beinlínis tveimur hrútshornum svo að næsta skref sé að hlaupa rymjandi um götur og skeyta hvorki um kvikt né dautt. Of sjaldan er minnt á hugsjónir, of sjaldan er reynt að sjá framtíðina fyrir sér eins og hún ætti að vera, of oft er einblínt með einþykkju á nýjasta smotterí dagsins í stað þess að taka slaginn við stóru málin, hnattræna hlýnun, jarðveginn sem skapast hefur í íslensku samfélagi fyrir öfgahreyfingar. Okkur hættir til að kveikja á auðveldustu hugsunum og ryðjast áfram í réttmætri reiði okkar án þess að skoða málin. Ef nashyrningssyndrómið smeygir sér inn í fleiri anga samfélagsins, hvern krók og kima, er hætt við að illa fari. Ekki síst skulum við passa okkur sjálf, að breytast ekki í nashyrninga. Ekki eina einustu tegund nashyrninga. Í þessu grúski mínu þarna um árið fannst mér sem ég hefði komist nærri einhverjum hugmyndalegum kjarna öfgamaskúlínismans. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú er að sjá sem barnungir drengir geti smitast af þessari menningu, menningu öfgamaskúlínismans. Svo er að sjá sem hetjur hennar geti náð til þeirra með sinni ófyndnu fyndni og lagt grunn að andrúmslofti þar sem allra verstu uppástungur eru félagslega samþykkjanlegar. Höldum okkur við líkingar úr bókmenntum. Risasnákurinn Hýdra með höfuðin níu varð ekki unninn því fyrir hvert höfuð sem höggvið var af spruttu tvö ný. Einhvern veginn þannig koma hetjur öfgamaskúlínismans manni fyrir sjónir, hverfi einn koma tveir nýir. Og það er enginn Herkúles í sjónmáli til að taka kvikindið. Fyrir mína parta hef ég ekkert sérstaklega mikla trú á því að höggva burt höfuðin. Bæði er að ég er ekki Herkúles og svo hefur mér fundist síðustu ár einhvern veginn frjórra og eðlilegra að menntamenn eins og ég sjálfur grunuðu sjálfa sig um græsku, tækju gagnrýni femínismans til sín og skoðuðu jafnrétti í eigin hópi í stað þess að framvísa gagnrýninni takk fyrir á Jón Jónsson verkamann og lýsa sjálfa sig femínískan Herkúles. En hvernig er í alvöru hægt að ráðast gegn menningu sem gerir alvondar uppástungur segjanlegar? Með herskáum hætti, til dæmis. Með aktívisma. Með gjörningum, með skrifum, í gegnum stjórnmál, í gegnum bókmenntir, með því að grafa undan maskúlínistamenningunni sjálfri, með því að öðlast skilning á henni, með því að ráðast gegn lygð, hræsni, hálfvelgju, tvískinnungi. Með því að karlmenn sjáist sem mest gera eitthvað annað á opinberum vettvangi en fara með vonda fyndni: Lesa bækur, tefla, fara með fyndna fyndni, spila tónlist, leggja stund á gegnumbrot skáldskaparins, ástunda sannar ögranir, fíflast, láta öllum illum látum, ganga gegn skinhelginni, hrista upp í hlutunum, vera næs, gera það kúl að vera næs. Öfgamaskúlínismann má brjóta á bak aftur með því að ráðast að sjálfri hugmyndalegri rót hans.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun