Taldi að með því að taka yfir Glitni myndi ríkið fella alla bankana 10. mars 2012 07:00 tryggvi þór herbertsson vísir/gva Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde frá ágúst og fram í miðjan október 2008, var mjög á móti Glitnisleiðinni svokölluðu og ræddi tillögur um endurskipulagningu og sölu eigna við bankana í ágúst 2008. Þetta kom fram fyrir Landsdómi í gær. Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksóknari spurði Tryggva um Glitnishelgina svokölluðu í lok september 2008, þegar ákveðið var að ríkið tæki 75% hlut í Glitni og legði honum til 800 milljónir evra. Aðspurður um hvernig honum hafi hugnast þessi leið sagði Tryggvi: „mér hugnaðist hún illa." Hann hafi bent á að ef þessi leið yrði farin myndu Stoðir, áður FL Group, fara á hausinn og í kjölfarið flestir bankar og stór eignarhaldsfélög á Íslandi. „Þetta var allt svo samofið," sagði Tryggvi. Honum fannst þeir sem stóðu að framkvæmd Glitnisleiðarinnar ekki vera að gera sér grein fyrir afleiðingum hennar. Vegna fyrra starfs síns sem forstjóra fjárfestingabankans Aska Capital hafði Tryggvi, að eigin sögn, betri vitneskju um hversu víðtækar krossveðsetningar voru í bankakerfinu. Tryggvi sagði að sér virtist sem menn hefðu ekki verið farnir að ræða um hvernig standa ætti að greiðslumiðlun ef bankarnir féllu fyrr en daginn fyrir neyðarlagasetningu. Seðlabankinn hafi verið búinn að undirbúa nokkuð vel speglun á innlendri greiðslumiðlun yfir til sín frá bönkunum, enda gerði sérstaða reiknistofu bankanna það mjög gerlegt. Hins vegar virtist honum sem að það væri ekki búið að hugsa mikið um erlenda greiðslumiðlun bankanna á þessum tíma. Tryggvi hafi þá lagt til að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan myndi sjá um hana fyrir Ísland til að byrja með. Sá sem fór fyrir ráðgjafahópi bankans á Íslandi fór að sögn Tryggva með bónina í hæstu hæðir. „Mér skilst að það hafi endað með því að Jamie Dimon [forstjóri JP Morgan] hafi samþykkt að þeir myndu sjá um greiðslumiðlun," sagði Tryggvi. Aðgerðir til að minnka efnahagsreikning bankanna voru helsta verkefni Tryggva eftir að hann kom til starfa sem efnahagsráðgjafi Geirs, í byrjun ágúst 2008. Hann sagðist hafa hitt bankastjóra og eigendur bankana til að ræða aðgerðir í þá átt. Rætt var um útfærslur á því að sameina Glitni og Landsbankann og færa starfsemi þeirra erlendis í félag í eigu Kaupþings, og selja svo eignir eins og hægt væri. Tryggvi sagði að fyrirstaða hafi verið til staðar hjá helstu eigendum Glitnis, en að það hefði verið hægt að þvinga þá til að spila með ef Landsbankinn samþykkti. Kaupþing hafi verið tilbúið að taka yfir allar norrænu eignirnar. Helsti eigandi Landsbankans hafi verið „kaldur" og viljað gera þessar breytingar seinna. Fréttir Landsdómur Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Fimm mætt í Kauphöllina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde frá ágúst og fram í miðjan október 2008, var mjög á móti Glitnisleiðinni svokölluðu og ræddi tillögur um endurskipulagningu og sölu eigna við bankana í ágúst 2008. Þetta kom fram fyrir Landsdómi í gær. Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksóknari spurði Tryggva um Glitnishelgina svokölluðu í lok september 2008, þegar ákveðið var að ríkið tæki 75% hlut í Glitni og legði honum til 800 milljónir evra. Aðspurður um hvernig honum hafi hugnast þessi leið sagði Tryggvi: „mér hugnaðist hún illa." Hann hafi bent á að ef þessi leið yrði farin myndu Stoðir, áður FL Group, fara á hausinn og í kjölfarið flestir bankar og stór eignarhaldsfélög á Íslandi. „Þetta var allt svo samofið," sagði Tryggvi. Honum fannst þeir sem stóðu að framkvæmd Glitnisleiðarinnar ekki vera að gera sér grein fyrir afleiðingum hennar. Vegna fyrra starfs síns sem forstjóra fjárfestingabankans Aska Capital hafði Tryggvi, að eigin sögn, betri vitneskju um hversu víðtækar krossveðsetningar voru í bankakerfinu. Tryggvi sagði að sér virtist sem menn hefðu ekki verið farnir að ræða um hvernig standa ætti að greiðslumiðlun ef bankarnir féllu fyrr en daginn fyrir neyðarlagasetningu. Seðlabankinn hafi verið búinn að undirbúa nokkuð vel speglun á innlendri greiðslumiðlun yfir til sín frá bönkunum, enda gerði sérstaða reiknistofu bankanna það mjög gerlegt. Hins vegar virtist honum sem að það væri ekki búið að hugsa mikið um erlenda greiðslumiðlun bankanna á þessum tíma. Tryggvi hafi þá lagt til að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan myndi sjá um hana fyrir Ísland til að byrja með. Sá sem fór fyrir ráðgjafahópi bankans á Íslandi fór að sögn Tryggva með bónina í hæstu hæðir. „Mér skilst að það hafi endað með því að Jamie Dimon [forstjóri JP Morgan] hafi samþykkt að þeir myndu sjá um greiðslumiðlun," sagði Tryggvi. Aðgerðir til að minnka efnahagsreikning bankanna voru helsta verkefni Tryggva eftir að hann kom til starfa sem efnahagsráðgjafi Geirs, í byrjun ágúst 2008. Hann sagðist hafa hitt bankastjóra og eigendur bankana til að ræða aðgerðir í þá átt. Rætt var um útfærslur á því að sameina Glitni og Landsbankann og færa starfsemi þeirra erlendis í félag í eigu Kaupþings, og selja svo eignir eins og hægt væri. Tryggvi sagði að fyrirstaða hafi verið til staðar hjá helstu eigendum Glitnis, en að það hefði verið hægt að þvinga þá til að spila með ef Landsbankinn samþykkti. Kaupþing hafi verið tilbúið að taka yfir allar norrænu eignirnar. Helsti eigandi Landsbankans hafi verið „kaldur" og viljað gera þessar breytingar seinna.
Fréttir Landsdómur Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Fimm mætt í Kauphöllina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Sjá meira