Gjörningar sem ganga undrum næst Ásmundur Ásmundsson skrifar 14. mars 2012 20:00 Hápunktur sýningar á verkum Rúríar í Listasafni Íslands er myndband af tilfinningaþrungnum gerningi í Almannagjá, að mati Ásmundar Ásmundssonar. Myndlist. RÚRÍ yfirlitssýning. Rúrí. Listasafn Íslands. Stendur til 6. maí 2012. Við höfum ýmislegt til að vera þakklát fyrir þrátt fyrir að vera stödd í miðju hruni sem ekki sér fyrir endann á. Það er til dæmis góðs viti að hér þrífist menning. Það er ekki sjálfgefið að smáþjóð eigi sitt Þjóðmenningarhús, Hörpu og Ríkislistasafn. Stjörnum prýdd starfsemin sem fer fram inni á þessum stofnunum er landi og þjóð til sóma og öðrum þjóðum til eftirbreytni. Vegna hrunsins eða smæðarinnar er þó sanngjarnt og eðlilegt að við notumst við heimatilbúið stjörnukerfi sem vissulega er að hluta byggt á alþjóðlegum stöðlum. Hér eru allir að gera sitt besta. Hvort sem það er meistari Mugison eða Geir H. Haarde, sem alltaf verður okkar Stoltenberg. Listakonuna og fálkaorðuhafann Rúrí þarf ekki að kynna. Hún hefur í heil fjörutíu ár stundað sitt fag af mikilli elju og ósérhlífni, meðan aðrir efnilegir hafa gefist upp og lagst í sút og sorg. Hún hefur vaknað eldsnemma á morgnanna og ekki látið hrun og tískubólur stoppa sig en hefur þó reynt að elta þær uppi þegar sá gállinn er á henni. Hún kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að gjörningalist en vel mætti segja að hún sé okkar Marina Abramovic sem sjálf hefur gert tilkall til ömmu-titilsins. Dirfska Rúríar sem tilraunalistamanns hefur birst í gjörningum sem hafa þótt ganga undrum næst og það er gaman að sjá þessi sniðugu bernskubrek listakonunnar saman komin í smekklegum römmum, uppstækkuð og jafnvel endurgerð í fallegum sölum Listasafns Íslands. Þá er skemmtilegt að rifja upp það tímabil í ferli listakonunnar sem kennt hefur verið við tommuna og sjá tommustokka raðað upp á alla mögulega og ómögulega vegu svo gengur undrum næst. Rúrí er mikill náttúruunnandi og hefur gert gagnvirkar innsetningar þar sem náttúruundur og perlur spila stóra rullu. Verk sem sóma sér vel á ferðamannastöðum, Bláa lóninu og flugleiðahótelum og henta vel til Íslandskynninga. Það væri til dæmis viðeigandi og gaman að sjá Archive – Endangered Waters einhvers staðar í námunda við gullna þríhyrninginn eða í sendiráðinu okkar fallega í Berlín. Hápunktur sýningarinnar er myndband af tilfinngaþrungnum gerningi í almannagjá sem ber nafnið Tileinkun II, frá árinu 2006. Í honum svamlar listakonan í Drekkingarhyl og finnur fatadruslur kvenna sem fyrr á öldum var drekkt í hylnum fyrir lauslæti. Rúrí hefur sagst vonast til þess að hafa með gjörningnum hreinsað mannorð kvennanna, veitt þeim uppreisn æru. Það virðist hafa tekist og maður heyrir ekki lengur nokkurn mann hallmæla þessum ólánsömu konum í almannagjá og er þó ýmislegt látið flakka á veraldarvefnum þegar kemur að femínistum og klámi. Það væri samt vafasamt að kalla Rúrí femínista þótt vissulega hafi hún daðrað við hann á tímabili, hún er einfaldlega með sterka réttlætiskennd eins og fólk af hennar kynslóð. Í nýlegu viðtali við Fréttablaðið sagði hún „Ofbeldi finnst mér ekki eiga nokkurn rétt á sér, í hvaða mynd sem er." Líklegast eru fæstir til í að skrifa undir svona óbilgjarna afstöðu en listakonan kemst upp með það af því að hún er réttsýn og frumleg og af því að hún er „í hópi mikilvægustu listamanna evrópu" svo vitnað sé í Dr. Christian Schön sýningarstjóra sýningarinnar. Niðurstaða: Rúrí á stórglæsilegan feril að baki. Skilaboð verkanna eru einföld og stundum er þeim lamið ofan í listunnandann með öllum tiltækum ráðum án þess þó að ganga of nærri honum. Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Myndlist. RÚRÍ yfirlitssýning. Rúrí. Listasafn Íslands. Stendur til 6. maí 2012. Við höfum ýmislegt til að vera þakklát fyrir þrátt fyrir að vera stödd í miðju hruni sem ekki sér fyrir endann á. Það er til dæmis góðs viti að hér þrífist menning. Það er ekki sjálfgefið að smáþjóð eigi sitt Þjóðmenningarhús, Hörpu og Ríkislistasafn. Stjörnum prýdd starfsemin sem fer fram inni á þessum stofnunum er landi og þjóð til sóma og öðrum þjóðum til eftirbreytni. Vegna hrunsins eða smæðarinnar er þó sanngjarnt og eðlilegt að við notumst við heimatilbúið stjörnukerfi sem vissulega er að hluta byggt á alþjóðlegum stöðlum. Hér eru allir að gera sitt besta. Hvort sem það er meistari Mugison eða Geir H. Haarde, sem alltaf verður okkar Stoltenberg. Listakonuna og fálkaorðuhafann Rúrí þarf ekki að kynna. Hún hefur í heil fjörutíu ár stundað sitt fag af mikilli elju og ósérhlífni, meðan aðrir efnilegir hafa gefist upp og lagst í sút og sorg. Hún hefur vaknað eldsnemma á morgnanna og ekki látið hrun og tískubólur stoppa sig en hefur þó reynt að elta þær uppi þegar sá gállinn er á henni. Hún kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að gjörningalist en vel mætti segja að hún sé okkar Marina Abramovic sem sjálf hefur gert tilkall til ömmu-titilsins. Dirfska Rúríar sem tilraunalistamanns hefur birst í gjörningum sem hafa þótt ganga undrum næst og það er gaman að sjá þessi sniðugu bernskubrek listakonunnar saman komin í smekklegum römmum, uppstækkuð og jafnvel endurgerð í fallegum sölum Listasafns Íslands. Þá er skemmtilegt að rifja upp það tímabil í ferli listakonunnar sem kennt hefur verið við tommuna og sjá tommustokka raðað upp á alla mögulega og ómögulega vegu svo gengur undrum næst. Rúrí er mikill náttúruunnandi og hefur gert gagnvirkar innsetningar þar sem náttúruundur og perlur spila stóra rullu. Verk sem sóma sér vel á ferðamannastöðum, Bláa lóninu og flugleiðahótelum og henta vel til Íslandskynninga. Það væri til dæmis viðeigandi og gaman að sjá Archive – Endangered Waters einhvers staðar í námunda við gullna þríhyrninginn eða í sendiráðinu okkar fallega í Berlín. Hápunktur sýningarinnar er myndband af tilfinngaþrungnum gerningi í almannagjá sem ber nafnið Tileinkun II, frá árinu 2006. Í honum svamlar listakonan í Drekkingarhyl og finnur fatadruslur kvenna sem fyrr á öldum var drekkt í hylnum fyrir lauslæti. Rúrí hefur sagst vonast til þess að hafa með gjörningnum hreinsað mannorð kvennanna, veitt þeim uppreisn æru. Það virðist hafa tekist og maður heyrir ekki lengur nokkurn mann hallmæla þessum ólánsömu konum í almannagjá og er þó ýmislegt látið flakka á veraldarvefnum þegar kemur að femínistum og klámi. Það væri samt vafasamt að kalla Rúrí femínista þótt vissulega hafi hún daðrað við hann á tímabili, hún er einfaldlega með sterka réttlætiskennd eins og fólk af hennar kynslóð. Í nýlegu viðtali við Fréttablaðið sagði hún „Ofbeldi finnst mér ekki eiga nokkurn rétt á sér, í hvaða mynd sem er." Líklegast eru fæstir til í að skrifa undir svona óbilgjarna afstöðu en listakonan kemst upp með það af því að hún er réttsýn og frumleg og af því að hún er „í hópi mikilvægustu listamanna evrópu" svo vitnað sé í Dr. Christian Schön sýningarstjóra sýningarinnar. Niðurstaða: Rúrí á stórglæsilegan feril að baki. Skilaboð verkanna eru einföld og stundum er þeim lamið ofan í listunnandann með öllum tiltækum ráðum án þess þó að ganga of nærri honum.
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira