Hæg og angurvær Trausti Júlíusson skrifar 14. mars 2012 10:15 Myrra Rós. Tónlist. Kveldúlfur. Myrra Rós. Myrra Rós Þrastardóttir fór ekki að spila á hljóðfæri fyrr en hún var orðin tvítug. Þá keypti hún sér gítar, byrjaði að læra á hann og fór svo að semja lög. Hún vakti fyrst athygli sem hluti af félagsskapnum Trúbatrixur og hún hefur verið dugleg að spila á tónleikum undanfarin ár, bæði undir þeirra hatti og á eigin vegum. Kveldúlfur er hennar fyrsta plata. Myrra var greinilega ekki að flýta sér að koma henni út. Platan var tekin upp á löngum tíma, á nokkrum stöðum og með aðstoð fjölmargra tónlistarmanna, m.a. meðlima Hjálma, KK sem spilar á kassagítar í titillaginu og Ryan Karazija sem bakraddar í laginu Sail on. Kveldúlfur lætur frekar lítið yfir sér við fyrstu kynni, en við frekari spilun koma gæði þessara laga og útsetninga í ljós. Það eru níu lög á plötunni og öll góð. Best er Myrra í rólegustu og angurværustu lögunum, t.d. Sail On, Við og við tvö, River og Láru lagi sem er mitt uppáhaldslag á plötunni. Lögin Milo, Kveldúlfur og Animal, sem eru aðeins hraðari, gefa þeim samt lítið eftir. Myrra er fín söngkona og greinilega ágætur lagasmiður. Hún semur lögin á Kveldúlfi ásamt bassaleikaranum Andrési Lárussyni. Textarnir, sem Myrra semur ein, eru líka fínir, en þeir eru ýmist á ensku eða íslensku. Það er góð leið til þess að ná beint til íslenskra hlustenda (íslenskir textar snerta okkur oft meira), án þess að loka á hlustendur úti í hinum stóra heimi. Á heildina litið er Kveldúlfur mjög fín plata. Fyrsta ómissandi íslenska poppplatan á árinu 2012. Niðurstaða: Fyrsta plata Myrru Rósar er gæðagripur. Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Kveldúlfur. Myrra Rós. Myrra Rós Þrastardóttir fór ekki að spila á hljóðfæri fyrr en hún var orðin tvítug. Þá keypti hún sér gítar, byrjaði að læra á hann og fór svo að semja lög. Hún vakti fyrst athygli sem hluti af félagsskapnum Trúbatrixur og hún hefur verið dugleg að spila á tónleikum undanfarin ár, bæði undir þeirra hatti og á eigin vegum. Kveldúlfur er hennar fyrsta plata. Myrra var greinilega ekki að flýta sér að koma henni út. Platan var tekin upp á löngum tíma, á nokkrum stöðum og með aðstoð fjölmargra tónlistarmanna, m.a. meðlima Hjálma, KK sem spilar á kassagítar í titillaginu og Ryan Karazija sem bakraddar í laginu Sail on. Kveldúlfur lætur frekar lítið yfir sér við fyrstu kynni, en við frekari spilun koma gæði þessara laga og útsetninga í ljós. Það eru níu lög á plötunni og öll góð. Best er Myrra í rólegustu og angurværustu lögunum, t.d. Sail On, Við og við tvö, River og Láru lagi sem er mitt uppáhaldslag á plötunni. Lögin Milo, Kveldúlfur og Animal, sem eru aðeins hraðari, gefa þeim samt lítið eftir. Myrra er fín söngkona og greinilega ágætur lagasmiður. Hún semur lögin á Kveldúlfi ásamt bassaleikaranum Andrési Lárussyni. Textarnir, sem Myrra semur ein, eru líka fínir, en þeir eru ýmist á ensku eða íslensku. Það er góð leið til þess að ná beint til íslenskra hlustenda (íslenskir textar snerta okkur oft meira), án þess að loka á hlustendur úti í hinum stóra heimi. Á heildina litið er Kveldúlfur mjög fín plata. Fyrsta ómissandi íslenska poppplatan á árinu 2012. Niðurstaða: Fyrsta plata Myrru Rósar er gæðagripur.
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira