Vill halda áfram að mynda íslenska tónlistarmenn 14. mars 2012 15:00 Matthew Eisman tók fjöldann allan af andlitsmyndum hér á landi. Mynd/Matthew Eisman Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. „Andrúmsloftið í myndatökunum var mjög skemmtilegt og óþvingað. Við spiluðum á hljóðfæri, borðuðum kex og fífluðumst hvert í öðru," segir bandaríski ljósmyndarinn Matthew Eisman. Hann segist vel geta hugsað sér að mynda fleiri íslenskar hljómsveitir eftir að hafa myndað nokkrar slíkar af yngri kynslóðinni hér á landi í janúar. „Það eru margir fleiri íslenskir tónlistarmenn sem mig langar að tengjast og ljósmynda í kjölfarið. Það væri frábært að geta haldið áfram með þetta verkefni," segir hann. Eisman sérhæfir sig í að mynda hljómsveitir og tónlistarmenn og hafa myndir hans birst í The New York Times, SPIN, Brooklyn Vegan og víðar. Hann starfrækir vefsíðuna Musicinfocus.net, sem er ein sú vinsælasta í New York fyrir tónlistarljósmyndir. Íslensku hljómsveitunum, þar á meðal Sykri, Jeff Who?, Valdimar, Borko og Mammút, kynntist hann á Iceland Airwaves í fyrra þegar hann var að mynda hátíðina. Í framhaldinu ákvað hann að kynnast þeim betur í von um að geta náð af þeim andlitsmyndum. „Ég er ánægður með hve íslenska tónlistarsenan er lítil og náin. Hljómsveitirnar forðast að herma hver eftir annarri og í staðinn vilja þær skapa eitthvað nýtt og öðruvísi. Þetta umhverfi býr líka til vinalega samkeppni sem hvetur hljómsveitirnar til að verða betri."Tónlistarmaðurinn Borko.Mynd/Matthew EismanAðspurður segir Eisman að myndatökurnar á Íslandi hafi gengið framar vonum. „Ég vildi hafa nóg fyrir stafni á meðan á stuttri dvöl minni á Íslandi stóð og vildi mynda eins mikið og ég gat. Ég hafði samband við allar hljómsveitirnar sem ég þekkti og vonaði það besta. Ég bjóst við að einhverjar myndu samþykkja að taka þátt og aðrar ekki en þær sögðu allar „já". Ég vissi að ég hefði úr nægum efnivið að moða og þannig fékk ég hugmyndina að þessari myndaröð," segir Eisman. freyr@frettabladid.is Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Sjá meira
Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. „Andrúmsloftið í myndatökunum var mjög skemmtilegt og óþvingað. Við spiluðum á hljóðfæri, borðuðum kex og fífluðumst hvert í öðru," segir bandaríski ljósmyndarinn Matthew Eisman. Hann segist vel geta hugsað sér að mynda fleiri íslenskar hljómsveitir eftir að hafa myndað nokkrar slíkar af yngri kynslóðinni hér á landi í janúar. „Það eru margir fleiri íslenskir tónlistarmenn sem mig langar að tengjast og ljósmynda í kjölfarið. Það væri frábært að geta haldið áfram með þetta verkefni," segir hann. Eisman sérhæfir sig í að mynda hljómsveitir og tónlistarmenn og hafa myndir hans birst í The New York Times, SPIN, Brooklyn Vegan og víðar. Hann starfrækir vefsíðuna Musicinfocus.net, sem er ein sú vinsælasta í New York fyrir tónlistarljósmyndir. Íslensku hljómsveitunum, þar á meðal Sykri, Jeff Who?, Valdimar, Borko og Mammút, kynntist hann á Iceland Airwaves í fyrra þegar hann var að mynda hátíðina. Í framhaldinu ákvað hann að kynnast þeim betur í von um að geta náð af þeim andlitsmyndum. „Ég er ánægður með hve íslenska tónlistarsenan er lítil og náin. Hljómsveitirnar forðast að herma hver eftir annarri og í staðinn vilja þær skapa eitthvað nýtt og öðruvísi. Þetta umhverfi býr líka til vinalega samkeppni sem hvetur hljómsveitirnar til að verða betri."Tónlistarmaðurinn Borko.Mynd/Matthew EismanAðspurður segir Eisman að myndatökurnar á Íslandi hafi gengið framar vonum. „Ég vildi hafa nóg fyrir stafni á meðan á stuttri dvöl minni á Íslandi stóð og vildi mynda eins mikið og ég gat. Ég hafði samband við allar hljómsveitirnar sem ég þekkti og vonaði það besta. Ég bjóst við að einhverjar myndu samþykkja að taka þátt og aðrar ekki en þær sögðu allar „já". Ég vissi að ég hefði úr nægum efnivið að moða og þannig fékk ég hugmyndina að þessari myndaröð," segir Eisman. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Sjá meira