Kæri borgarfulltrúi - hver er þín skoðun? 21. mars 2012 06:00 Það er sérstakt að nú tveimur mánuðum áður en þú þarft að taka ákvörðun – óafturkræfa ákvörðun – veit almenningur ekkert hvað þú vilt, hvað þú telur best fyrir okkur borgarbúa, hvernig þín sýn er fyrir alla framtíð. Oft hef ég fengið að vita afstöðu minna fulltrúa í einstökum málum og verið sammála eða ósammála. Nú vill svo til að þú – minn borgarfulltrúi – þarft mjög bráðlega að taka afdrifaríka ákvörðun um framtíð miðborgarinnar og ég veit enn ekkert um afstöðu þína. En sem sagt; eftir tvo mánuði átt þú að taka ákvörðun um hvort byggja eigi stórt hótel við Vallarstræti, sem mun tengjast Landsímahúsinu og einnig hóteli sem stendur við Austurstræti. Það er ófært að bera því við að niðurstaða sé ekki fengin í samkeppni, þar sem grunnstefið er eftir sem áður risahótel og lóðareigandi situr beggja vegna borðsins; gæti sent inn tillögu, greitt henni sitt atkvæði og fengið verðlaun frá sjálfum sér og okkur borgarbúum. Því spyr ég ykkur, Karl Sigurðsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir – (öll mínir borgarfulltrúar): - Hefur þú myndað þér skoðun á því hvernig heildaryfirbragð Kvosarinnar á að vera? - Hefur þú myndað þér skoðun á hvort sá reitur sem afmarkaður er af Ingólfstorgi, Austurvelli, Alþingishúsinu og Fógetagarði eigi að vera eitt risahótel? - Hefur þú velt því fyrir þér hvernig aðkoma bíla að slíku hóteli ætti að vera og hvaða gata eigi að þjóna þeirri umferð, þá sérstaklega á sumrin þegar götum í miðborginni er lokað? Vegna þess að ég og margir aðrir vita ekki hver afstaða þín er, óska ég eindregið eftir svari við þessum spurningum. Svörin varða ekki einungis mig og borgarbúa heldur alla landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Það er sérstakt að nú tveimur mánuðum áður en þú þarft að taka ákvörðun – óafturkræfa ákvörðun – veit almenningur ekkert hvað þú vilt, hvað þú telur best fyrir okkur borgarbúa, hvernig þín sýn er fyrir alla framtíð. Oft hef ég fengið að vita afstöðu minna fulltrúa í einstökum málum og verið sammála eða ósammála. Nú vill svo til að þú – minn borgarfulltrúi – þarft mjög bráðlega að taka afdrifaríka ákvörðun um framtíð miðborgarinnar og ég veit enn ekkert um afstöðu þína. En sem sagt; eftir tvo mánuði átt þú að taka ákvörðun um hvort byggja eigi stórt hótel við Vallarstræti, sem mun tengjast Landsímahúsinu og einnig hóteli sem stendur við Austurstræti. Það er ófært að bera því við að niðurstaða sé ekki fengin í samkeppni, þar sem grunnstefið er eftir sem áður risahótel og lóðareigandi situr beggja vegna borðsins; gæti sent inn tillögu, greitt henni sitt atkvæði og fengið verðlaun frá sjálfum sér og okkur borgarbúum. Því spyr ég ykkur, Karl Sigurðsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir – (öll mínir borgarfulltrúar): - Hefur þú myndað þér skoðun á því hvernig heildaryfirbragð Kvosarinnar á að vera? - Hefur þú myndað þér skoðun á hvort sá reitur sem afmarkaður er af Ingólfstorgi, Austurvelli, Alþingishúsinu og Fógetagarði eigi að vera eitt risahótel? - Hefur þú velt því fyrir þér hvernig aðkoma bíla að slíku hóteli ætti að vera og hvaða gata eigi að þjóna þeirri umferð, þá sérstaklega á sumrin þegar götum í miðborginni er lokað? Vegna þess að ég og margir aðrir vita ekki hver afstaða þín er, óska ég eindregið eftir svari við þessum spurningum. Svörin varða ekki einungis mig og borgarbúa heldur alla landsmenn.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar