Innlent

Nauðgari fékk tveggja ára dóm

Héraðsdómur Á Akureyri Ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda dóm yfir manni sem á þriðjudag var dæmdur fyrir nauðgun.Fréttablaðið/Pjetur
Héraðsdómur Á Akureyri Ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda dóm yfir manni sem á þriðjudag var dæmdur fyrir nauðgun.Fréttablaðið/Pjetur
Tuttugu og sjö ára maður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í samkvæmi í heimahúsi í júnílok í fyrra. Dómurinn yfir manninum, Jóhanni Inga Gunnarssyni, var kveðinn upp á þriðjudag í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Að auki er manninum gert að greiða konunni með vöxtum 800 þúsund krónur í miskabætur og tæpar 977 þúsund krónur í sakarkostnað.

Samkvæmt dómnum þekktust maðurinn og konan, en vinskapur hafði tekist með þeim þegar þau voru saman í námi. Málsatvik voru þannig að þau fóru með öðru fólk heim til mannsins eftir skemmtanahald. Þar var meðal annars farið í heitan pott. Fram kemur í dómnum að eftir ferðina í pottinn hafi átt sér stað kynferðisleg samskipti milli mannsins og konunnar með vitund beggja.

„Jafnframt liggur fyrir að þeim lauk fljótt og að hennar frumkvæði," segir í dómnum. Bæði voru þá í öðru sambandi.

Fyrir liggur að konan læsti að sér í herbergi í húsinu, en opnaði það síðar svefndrukkin þegar maðurinn hafði lengi barið dyra. „Hún kveðst ekki hafa vaknað aftur fyrr en höfuð hennar hafi skellst í vegginn, en muna brotakennt eftir því að ákærði var að snúa henni til og hafa mök við hana," segir í dómnum. Þegar konan vaknaði til fulls hrakti hún manninn af sér, flúði úr húsinu og kallaði til lögreglu. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×