Viltu brúnt vatn? Stefán Ingi Stefánsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Má bjóða ykkur jákvæða frétt í tilefni dagsins? Stórfrétt sem sýnir svart á hvítu hvernig einbeittur vilji og samstaða geta gert heiminn að betri og barnvænni stað? Þúsaldarmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um aðgengi að hreinu drykkjarvatni hefur verið náð! Vatn er undirstaða alls. Þó eru ekki allir þeirrar gæfu aðnjótandi að geta drukkið heilnæmt vatn, hvað þá nóg af því. Daglega veikjast alltof mörg börn af ástæðum sem rekja má til óhreins og mengaðs drykkjarvatns. Vatnið veldur til dæmis niðurgangspestum sem orsakað geta ofþornun og því miður: Dauða. Þetta er ekki einungis skelfilegt heldur óþarft með öllu – dauðsföll þessara barna má koma í veg fyrir. Einmitt af þessum sökum glöddumst við hjá UNICEF ákaflega þegar stöðuskýrsla á vegum okkar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar barst nýverið. Hún leiddi í ljós stóráfangann sem náðst hefur í baráttunni fyrir drykkjarhæfu vatni í heiminum. Árið 2000 settu Sameinuðu þjóðirnar sér svokölluð Þúsaldarmarkmið um þróun og eitt þeirra var að lækka um helming á tímabilinu 1990-2015 hlutfall þeirra jarðarbúa sem ekki hefðu aðgang að drykkjarhæfu vatni. Það er þessu markmiði sem nú hefur verið náð – og það nokkrum árum fyrir tilsettan tíma. Á tuttugu árum fengu tveir milljarðar manna aðgang að hreinu vatni! Áður hefðu margir sagt að slíkt væri ógerningur. Heimsforeldrar skipta sköpumHreinlæti og hreint vatn skipta miklu fyrir heilsu og velferð barna. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir hjálparstarf á sviði vatns- og hreinlætismála hvar sem neyðarástand ríkir. UNICEF rekur á hinn bóginn allt sitt starf með frjálsum framlögum og engu öðru. Mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna – heimsforeldrar – gegna lykilhlutverki. Þökk sé þeim getur UNICEF barist fyrir réttindum barna á heimsvísu, sinnt hjálparstarfi á stöðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli og ráðist í risavaxin verkefni eins og að auka aðgengi barna um víða veröld að drykkjarhæfu vatni. Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins. Minnumst þess í dag hversu lánsöm við erum hér á landi að hafa nóg af hreinu vatni og veitum því athygli að áður en degi hallar munu nær 800 milljónir jarðarbúa hafa neyðst til að drekka skítugt eða sýkt vatn. Minnumst þess um leið að þessu má vel breyta. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Má bjóða ykkur jákvæða frétt í tilefni dagsins? Stórfrétt sem sýnir svart á hvítu hvernig einbeittur vilji og samstaða geta gert heiminn að betri og barnvænni stað? Þúsaldarmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um aðgengi að hreinu drykkjarvatni hefur verið náð! Vatn er undirstaða alls. Þó eru ekki allir þeirrar gæfu aðnjótandi að geta drukkið heilnæmt vatn, hvað þá nóg af því. Daglega veikjast alltof mörg börn af ástæðum sem rekja má til óhreins og mengaðs drykkjarvatns. Vatnið veldur til dæmis niðurgangspestum sem orsakað geta ofþornun og því miður: Dauða. Þetta er ekki einungis skelfilegt heldur óþarft með öllu – dauðsföll þessara barna má koma í veg fyrir. Einmitt af þessum sökum glöddumst við hjá UNICEF ákaflega þegar stöðuskýrsla á vegum okkar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar barst nýverið. Hún leiddi í ljós stóráfangann sem náðst hefur í baráttunni fyrir drykkjarhæfu vatni í heiminum. Árið 2000 settu Sameinuðu þjóðirnar sér svokölluð Þúsaldarmarkmið um þróun og eitt þeirra var að lækka um helming á tímabilinu 1990-2015 hlutfall þeirra jarðarbúa sem ekki hefðu aðgang að drykkjarhæfu vatni. Það er þessu markmiði sem nú hefur verið náð – og það nokkrum árum fyrir tilsettan tíma. Á tuttugu árum fengu tveir milljarðar manna aðgang að hreinu vatni! Áður hefðu margir sagt að slíkt væri ógerningur. Heimsforeldrar skipta sköpumHreinlæti og hreint vatn skipta miklu fyrir heilsu og velferð barna. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir hjálparstarf á sviði vatns- og hreinlætismála hvar sem neyðarástand ríkir. UNICEF rekur á hinn bóginn allt sitt starf með frjálsum framlögum og engu öðru. Mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna – heimsforeldrar – gegna lykilhlutverki. Þökk sé þeim getur UNICEF barist fyrir réttindum barna á heimsvísu, sinnt hjálparstarfi á stöðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli og ráðist í risavaxin verkefni eins og að auka aðgengi barna um víða veröld að drykkjarhæfu vatni. Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins. Minnumst þess í dag hversu lánsöm við erum hér á landi að hafa nóg af hreinu vatni og veitum því athygli að áður en degi hallar munu nær 800 milljónir jarðarbúa hafa neyðst til að drekka skítugt eða sýkt vatn. Minnumst þess um leið að þessu má vel breyta. Til hamingju með daginn!
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar