Fínt popp úr verksmiðjunni Trausti Júlíusson skrifar 22. mars 2012 14:00 Tónlist. Born to Die. Lana Del Rey. Lana Del Rey vakti heimsathygli í fyrra með laginu Video Games, sem var eitt af lögum ársins hjá mörgum tónlistarmiðlum, og platan hennar Born to Die fór beint í fyrsta sæti sölulista í sjö löndum, þ.ám. Bretlandi. Lana Del Rey er listamannsnafn Elisabeth Woolridge Grant, 25 ára stelpu frá New York sem hóf söngferilinn sem Lizzy Grant fyrir þremur árum. Eftir eina stóra plötu sem vakti litla athygli árið 2010 gerði hún samning við Universal-plöturisann sem setti nokkra af sínum hæfustu mönnum í að búa til stjörnu úr henni. Born to Die er útkoman. Ofurunnar poppplötur úr verksmiðjum plöturisanna eru stundum mjög óspennandi, en hér hefur tekist vel til. Það er flottur hljómur á plötunni, svolítið dimmur og dramatískur og hæfir djúpri röddinni vel. Söngrödd Lönu hefur stundum verið líkt við Nancy Sinatra, sem er ekki vitlaus samlíking. Það eru nokkur frábær lög á Born to Die: Titillagið, Video Games, National Anthem og Blue Jeans eru best. Platan missir aðeins flugið í síðustu lögunum, sem dregur hana niður um eina stjörnu. Á heildina litið er þetta samt ágæt poppplata. Niðurstaða: Nýstirnið Lana Del Rey með ágæta poppplötu. Lífið Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist. Born to Die. Lana Del Rey. Lana Del Rey vakti heimsathygli í fyrra með laginu Video Games, sem var eitt af lögum ársins hjá mörgum tónlistarmiðlum, og platan hennar Born to Die fór beint í fyrsta sæti sölulista í sjö löndum, þ.ám. Bretlandi. Lana Del Rey er listamannsnafn Elisabeth Woolridge Grant, 25 ára stelpu frá New York sem hóf söngferilinn sem Lizzy Grant fyrir þremur árum. Eftir eina stóra plötu sem vakti litla athygli árið 2010 gerði hún samning við Universal-plöturisann sem setti nokkra af sínum hæfustu mönnum í að búa til stjörnu úr henni. Born to Die er útkoman. Ofurunnar poppplötur úr verksmiðjum plöturisanna eru stundum mjög óspennandi, en hér hefur tekist vel til. Það er flottur hljómur á plötunni, svolítið dimmur og dramatískur og hæfir djúpri röddinni vel. Söngrödd Lönu hefur stundum verið líkt við Nancy Sinatra, sem er ekki vitlaus samlíking. Það eru nokkur frábær lög á Born to Die: Titillagið, Video Games, National Anthem og Blue Jeans eru best. Platan missir aðeins flugið í síðustu lögunum, sem dregur hana niður um eina stjörnu. Á heildina litið er þetta samt ágæt poppplata. Niðurstaða: Nýstirnið Lana Del Rey með ágæta poppplötu.
Lífið Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira