Fínt popp úr verksmiðjunni Trausti Júlíusson skrifar 22. mars 2012 14:00 Tónlist. Born to Die. Lana Del Rey. Lana Del Rey vakti heimsathygli í fyrra með laginu Video Games, sem var eitt af lögum ársins hjá mörgum tónlistarmiðlum, og platan hennar Born to Die fór beint í fyrsta sæti sölulista í sjö löndum, þ.ám. Bretlandi. Lana Del Rey er listamannsnafn Elisabeth Woolridge Grant, 25 ára stelpu frá New York sem hóf söngferilinn sem Lizzy Grant fyrir þremur árum. Eftir eina stóra plötu sem vakti litla athygli árið 2010 gerði hún samning við Universal-plöturisann sem setti nokkra af sínum hæfustu mönnum í að búa til stjörnu úr henni. Born to Die er útkoman. Ofurunnar poppplötur úr verksmiðjum plöturisanna eru stundum mjög óspennandi, en hér hefur tekist vel til. Það er flottur hljómur á plötunni, svolítið dimmur og dramatískur og hæfir djúpri röddinni vel. Söngrödd Lönu hefur stundum verið líkt við Nancy Sinatra, sem er ekki vitlaus samlíking. Það eru nokkur frábær lög á Born to Die: Titillagið, Video Games, National Anthem og Blue Jeans eru best. Platan missir aðeins flugið í síðustu lögunum, sem dregur hana niður um eina stjörnu. Á heildina litið er þetta samt ágæt poppplata. Niðurstaða: Nýstirnið Lana Del Rey með ágæta poppplötu. Lífið Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Born to Die. Lana Del Rey. Lana Del Rey vakti heimsathygli í fyrra með laginu Video Games, sem var eitt af lögum ársins hjá mörgum tónlistarmiðlum, og platan hennar Born to Die fór beint í fyrsta sæti sölulista í sjö löndum, þ.ám. Bretlandi. Lana Del Rey er listamannsnafn Elisabeth Woolridge Grant, 25 ára stelpu frá New York sem hóf söngferilinn sem Lizzy Grant fyrir þremur árum. Eftir eina stóra plötu sem vakti litla athygli árið 2010 gerði hún samning við Universal-plöturisann sem setti nokkra af sínum hæfustu mönnum í að búa til stjörnu úr henni. Born to Die er útkoman. Ofurunnar poppplötur úr verksmiðjum plöturisanna eru stundum mjög óspennandi, en hér hefur tekist vel til. Það er flottur hljómur á plötunni, svolítið dimmur og dramatískur og hæfir djúpri röddinni vel. Söngrödd Lönu hefur stundum verið líkt við Nancy Sinatra, sem er ekki vitlaus samlíking. Það eru nokkur frábær lög á Born to Die: Titillagið, Video Games, National Anthem og Blue Jeans eru best. Platan missir aðeins flugið í síðustu lögunum, sem dregur hana niður um eina stjörnu. Á heildina litið er þetta samt ágæt poppplata. Niðurstaða: Nýstirnið Lana Del Rey með ágæta poppplötu.
Lífið Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira