Óljóst með makrílinn 24. mars 2012 14:00 á loðnu Góð afkoma útgerðanna mun skila auknum tekjum í ríkissjóð en núverandi veiðigjald mun kosta grunnþjónustu eins og hafrannsóknir og fleira.fréttablaðið/óskar Sátt er að nást um nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða en frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra, var rætt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Enn er togast á um einstök atriði milli stjórnarflokkanna; hlutfall afla í leigupotti og hvernig farið verður með aflaheimildir í nýjum tegundum eins og makríl. Frumvarp Steingríms gerir ráð fyrir tvískiptu fiskveiðistjórnunarkerfi. Annars vegar er svokallað nýtingarleyfi þar sem ríkið gefur útgerð að uppfylltum vissum skilyrðum. Breytingin er að ekki er um samning milli ríkis og útgerðar að ræða eins og löngum var rætt um. Á grundvelli leyfanna, sem verða til tuttugu ára en uppsegjanleg eftir fimm ár, fá núverandi handhafar aflaheimilda leyfi til veiða á þeim kvóta sem þeir þegar hafa. Þegar nýtingarleyfið er runnið út verður það framlengt um eitt ár í senn, eftir því sem næst verður komist. Hinn hluti fiskveiðistjórnunarkerfisins er opinn leigumarkaður með aflaheimildir, strandveiðar, byggðakvóti og línuívilnun. Leigumarkaðurinn, eða leigupotturinn, verður í upphafi um 20 þúsund tonn. Í þennan pott munu 40% af þorskaflamarki umfram 202 þúsund tonn renna, sem er grundvallarbreyting á skiptingu aukinna aflaheimilda. Potturinn er í raun hugsaður fyrir þá sem vilja inn í greinina en vantar kvóta. Þessi afli er utan við fyrrnefnd kerfi eins og strandveiðar, byggðakvóta og fleira. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er framsal aflaheimilda takmarkað verulega, en þó ekki með öllu bannað. Hins vegar er skýrt að þegar aflaheimildir losna eða þegar heimildir í einstökum tegundum verða auknar þá verða þær aflaheimildir ekki framseljanlegar. Öll viðskipti með aflaheimildir fara í gegnum kvótaþing, sem yrði opinber markaður undir Fiskistofu. Hvað varðar hámarksaflahlutdeild útgerða í einstökum tegundum verður hún 12% í þorski en hærri í öðrum tegundum samkvæmt heimildum. Útgerð getur fært til heimildir á milli skipa innan ársins sem nemur allt að 20% sinna heimilda. Þessi réttur er háður veiði þannig að ekki er hægt að hefja fiskveiðiár með því að færa til afla. Þetta útilokar að handhafi aflaheimilda geti fengið og ráðstafað kvóta án þess að setja skip nokkurn tímann á flot, eins og brögð hafa verið að. Frumvarpið er nú til umfjöllunar innan þingflokka stjórnarflokkanna og verður þá lagt fram á Alþingi. svavar@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Sátt er að nást um nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða en frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra, var rætt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Enn er togast á um einstök atriði milli stjórnarflokkanna; hlutfall afla í leigupotti og hvernig farið verður með aflaheimildir í nýjum tegundum eins og makríl. Frumvarp Steingríms gerir ráð fyrir tvískiptu fiskveiðistjórnunarkerfi. Annars vegar er svokallað nýtingarleyfi þar sem ríkið gefur útgerð að uppfylltum vissum skilyrðum. Breytingin er að ekki er um samning milli ríkis og útgerðar að ræða eins og löngum var rætt um. Á grundvelli leyfanna, sem verða til tuttugu ára en uppsegjanleg eftir fimm ár, fá núverandi handhafar aflaheimilda leyfi til veiða á þeim kvóta sem þeir þegar hafa. Þegar nýtingarleyfið er runnið út verður það framlengt um eitt ár í senn, eftir því sem næst verður komist. Hinn hluti fiskveiðistjórnunarkerfisins er opinn leigumarkaður með aflaheimildir, strandveiðar, byggðakvóti og línuívilnun. Leigumarkaðurinn, eða leigupotturinn, verður í upphafi um 20 þúsund tonn. Í þennan pott munu 40% af þorskaflamarki umfram 202 þúsund tonn renna, sem er grundvallarbreyting á skiptingu aukinna aflaheimilda. Potturinn er í raun hugsaður fyrir þá sem vilja inn í greinina en vantar kvóta. Þessi afli er utan við fyrrnefnd kerfi eins og strandveiðar, byggðakvóta og fleira. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er framsal aflaheimilda takmarkað verulega, en þó ekki með öllu bannað. Hins vegar er skýrt að þegar aflaheimildir losna eða þegar heimildir í einstökum tegundum verða auknar þá verða þær aflaheimildir ekki framseljanlegar. Öll viðskipti með aflaheimildir fara í gegnum kvótaþing, sem yrði opinber markaður undir Fiskistofu. Hvað varðar hámarksaflahlutdeild útgerða í einstökum tegundum verður hún 12% í þorski en hærri í öðrum tegundum samkvæmt heimildum. Útgerð getur fært til heimildir á milli skipa innan ársins sem nemur allt að 20% sinna heimilda. Þessi réttur er háður veiði þannig að ekki er hægt að hefja fiskveiðiár með því að færa til afla. Þetta útilokar að handhafi aflaheimilda geti fengið og ráðstafað kvóta án þess að setja skip nokkurn tímann á flot, eins og brögð hafa verið að. Frumvarpið er nú til umfjöllunar innan þingflokka stjórnarflokkanna og verður þá lagt fram á Alþingi. svavar@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira