Innlent

Kynna réttindi fatlaðra um land allt

Sendiherra Þorvarður Karl Þorvarðarson er einn sjö sendiherra samnings SÞ um réttindi fatlaðra. Hann segir verkefnið afar skemmtilegt. Fréttablaðið/Valli
Sendiherra Þorvarður Karl Þorvarðarson er einn sjö sendiherra samnings SÞ um réttindi fatlaðra. Hann segir verkefnið afar skemmtilegt. Fréttablaðið/Valli
Sjö einstaklingar hafa frá síðasta sumri gegnt stöðu sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hér á landi og hafa gert víðreist.

„Við erum að kynna samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk um allt land. Við erum búin að fara á verndaða vinnustaði og erum nú að fara í framhaldsskólana og víðar," segir Þorvarður Karl Þorvarðarson, einn sendiherranna í samtali við Fréttablaðið.

Þorvarður bætir því við að starfið hafi verið skemmtilegt og gaman væri að kynna sendiherraverkefnið víðar.

Meginmarkmið verkefnisins, sem er samstarfsverkefni Fjölmenntar og Þroskahjálpar, er að fræða Íslendinga um réttindi fatlaðs fólks og freista þess að breyta ímynd fatlaðra einstaklinga.

Samningur SÞ kveður á um að fatlað fólk njóti allra almennra mannréttinda, hvort sem um er að ræða efnahagsleg, félagsleg, menningarleg, borgaraleg eða stjórnmálaleg.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×