Lífið

Gæfa fylgir Blúshátíðarfólki

Að sögn Halldórs Bragasonar fer "mojoið“ í gang þegar menn spila á Blúshátíð í Reykjavík.
Að sögn Halldórs Bragasonar fer "mojoið“ í gang þegar menn spila á Blúshátíð í Reykjavík. fréttablaðið/vilhelm
„Þegar menn spila á Blúshátíð þá fer „mojoið" í gang," segir Halldór Bragason, skipuleggjandi Blúshátíðar í Reykjavík sem verður haldin í níunda sinn um páskana.

Andrea Gylfadóttir, John Primer frá Chicago, gítarsnillingurinn Michael Burks og rokksveitin The Vintage Caravan koma fram á aðalsviði Blúshátíðar dagana 3. til 5. apríl á Hilton Reykjavík Nordica.

„Eftir að þau voru búin að ákveða að spila á Blúshátíð fór allt að ganga þeim í haginn," bendir Halldór á. Þar á hann við að Andrea var kjörin söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum, Vintage Caravan vann hljómsveitakeppnina Battle of the Bands, John Primer var tilnefndur sem blústónlistarmaður ársins á hinni árlegu blúsverðlaunahátíð í Memphis sem verður haldin í maí og Mihcael Burks var tilnefndur sem besti gítarleikarinn á sömu hátíð.

Blúshátíð Reykjavíkur hefst laugardaginn 31. mars með Blúsdegi í miðborg Reykjavíkur þar sem blúsböskarar fara um bæinn og spila á ólíklegustu stöðum. Í Kolaportinu verður heiðurfélagi Blúsfélags Reykjavíkur svo valinn. Í fyrra var það gítarleikarinn Guðmundur Pétursson sem hlaut nafnbótina.

Um fjögur þúsund manns sóttu Blúshátíð í fyrra. „Þessi hátíð fer sífellt stækkandi," segir Halldór. Nánari upplýsingar má finna á síðunum Blues.is og Midi.is. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.