Lífið

Starfar með Karen og RaCharm

Rapparinn Ástþór Óðinn hefur gefið út lagið Beautiful Struggle sem hann syngur með íslensku söngkonunni Karen Skinner.

„Hún hafði samband á Facebook og út frá því fórum við að vinna saman," segir Ástþór um samstarfið við Karen og bætir við að fleiri lög með þeim séu á teikniborðinu.

RaCharm, sem er á uppleið í bandaríska rappinu, á taktinn í nýja laginu. Hann hefur unnið með Chris Brown, Drake, Justin Bieber og Rick Ross. Hann var meðupptökustjóri lagsins Beg For It sem var á viðhafnarútgáfu plötu Brown, F.A.M.E., sem vann Grammy-verðlaunin. Ástþór komst í samband við hann þegar hann bjó í London. „Þá var hann ekkert þekktur. Hann lét mig bara fá þetta frítt á sínum tíma. Hann var að reyna að selja taktana sína á tíu dollara en er núna að selja þá á fimm þúsund dollara, eða eitthvað."

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.