Lífið

Finnst gaman að hrekkja börnin sín

Juliu Roberts finnst gaman að hrekkja börnin sín, Henry sem er fjögurra ára og tvíburana Hazel og Phinnaeus sem eru sjö ára.

„Þegar ég heyri að þau eru á leiðinni og þau vita ekki að ég er í húsinu beygi ég mig niður og þegar þau koma inn í herbergið stekk ég fram," sagði leikkonan í viðtali við Ellen DeGeneres.

Þess vegna ákvað DeGeneres að hrekkja Roberts við tökur á þættinum og lét hana hrökkva við á baðherberginu. Hún hrökk einnig við þegar maður í Mjallhvítarbúningi læddi sér upp að henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.