Lífið

Kate Moss og Gwyneth hvæstu hvor á aðra

Kate Moss og Gwyneth Paltrow eru sagðar hafa átt snörp orðaskipti.
Kate Moss og Gwyneth Paltrow eru sagðar hafa átt snörp orðaskipti. nordicphotos/getty
Kate Moss og Gwyneth Paltrow áttu í snörpum orðaskiptum í afmæli Sir Philips Green, eiganda Topshop, ef marka má frétt tímaritsins The Sun.

Green fagnaði afmæli sínu í Mexíkó og bauð þangað mörgum vinum og samstarfsfélögum, þar á meðal Paltrow og Moss. Orðaskipti kvennanna áttu sér stað er Paltrow skokkaði fram hjá Moss sem sat í makindum sínum og borðaði kartöfluflögur. Fyrirsætan á að hafa kallað á eftir leikkonunni „Af hverju ertu úti að skokka?" og mun leikkonan hafa svarað um hæl: „Svo ég endi ekki eins og þú þegar ég verð gömul."

Talsmaður Paltrow hefur þó neitað sögusögnunum og segir engan fót fyrir fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.