Mið-Íslandi meinaður aðgangur að Leifsstöð 27. mars 2012 12:00 „Ég verð eiginlega bara pirraður þegar ég tala um þetta," segir Ragnar Hansson, leikstjóri gamanþátta Mið-Íslandhópsins, sem fékk ekki að taka upp í Leifsstöð þegar tökur stóðu yfir síðastliðið haust. Hópurinn þurfti að taka upp atriði í flugstöð og framleiðslufyrirtækið lagði því inn umsókn hjá Isavia til að fá leyfi fyrir tökum í Leifsstöð. Tökuliðið fór á fund með öryggisfulltrúa flugstöðvarinnar sem var boðinn og búinn að hjálpa þeim. Ragnar varð því mjög hissa þegar umsókninni var að lokum synjað og Mið-Ísland hópnum því bannað að taka upp í Leifsstöð. „Við vorum ekki að biðja um leyfi fyrir að taka upp á stöðum sem hefur ekki verið tekið upp á áður. Mér finnst þetta mjög skrýtið og skil ekki hvers vegna ríkisstyrktu verkefni eins og þessu sé meinaður aðgangur að einu millilandaflugstöð landsins. Það er ekki auðvelt að skapa svona umhverfi og varla hægt að fara á Reykjavíkurflugvöll sem er eins og bílskúr," segir Ragnar sem var það pirraður yfir ákvörðun Isavia að hann hóf að grennslast fyrir um ástæðu synjunarinnar, meðal annars hjá innanríkisráðuneytinu. „Þar fékk ég staðfestingu á því að stjórnendur Isavia, sem taka ákvarðarnir eins og þessa, voru einfaldlega ekki hrifnir af þessari tegund af gríni. Þetta var eins og þeir vildu ritstýra okkur," segir Ragnar og bætir við að hann hafi öruggar heimildir fyrir því að Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra hafi blöskrað framferði Isavia í málinu og komið þeim skoðunum sínum á framfæri. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að ekki leyfilegt að taka upp við öryggishlið flugstöðvarinnar af öryggisástæðum. „Við förum eftir ákveðnum starfsreglum í þessum málum og skoðum hvert tilvik sérstaklega. Nú þekki ég ekki þetta tiltekna mál en þær útskýringar sem þeir fengu með synjunni hljóta að standa," segir hann. Atriðið sem um ræðir er mjög saklaust að sögn Ragnars en það fjallar um mann sem er á leiðinni til London en tollverðir og öryggishlið flækja för hans með ýmsum hætti. „Þetta er mjög einfalt grín og atriðið var ekki beint í uppáhaldi í fyrstu. Eftir þetta vesen varð ég hins vegar harðákveðinn í að taka það upp og við bjuggum bara til okkar eigin flugstöð með einhverju skítamixi. Nú er atriðið eitt það besta í þættinum að mínu mati," segir Ragnar en umrætt atriði má sjá á fimmtudaginn kemur þegar Mið-Ísland hópurinn beinir sjónum sínum að gríni tengdu flugsamgöngum. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Ég verð eiginlega bara pirraður þegar ég tala um þetta," segir Ragnar Hansson, leikstjóri gamanþátta Mið-Íslandhópsins, sem fékk ekki að taka upp í Leifsstöð þegar tökur stóðu yfir síðastliðið haust. Hópurinn þurfti að taka upp atriði í flugstöð og framleiðslufyrirtækið lagði því inn umsókn hjá Isavia til að fá leyfi fyrir tökum í Leifsstöð. Tökuliðið fór á fund með öryggisfulltrúa flugstöðvarinnar sem var boðinn og búinn að hjálpa þeim. Ragnar varð því mjög hissa þegar umsókninni var að lokum synjað og Mið-Ísland hópnum því bannað að taka upp í Leifsstöð. „Við vorum ekki að biðja um leyfi fyrir að taka upp á stöðum sem hefur ekki verið tekið upp á áður. Mér finnst þetta mjög skrýtið og skil ekki hvers vegna ríkisstyrktu verkefni eins og þessu sé meinaður aðgangur að einu millilandaflugstöð landsins. Það er ekki auðvelt að skapa svona umhverfi og varla hægt að fara á Reykjavíkurflugvöll sem er eins og bílskúr," segir Ragnar sem var það pirraður yfir ákvörðun Isavia að hann hóf að grennslast fyrir um ástæðu synjunarinnar, meðal annars hjá innanríkisráðuneytinu. „Þar fékk ég staðfestingu á því að stjórnendur Isavia, sem taka ákvarðarnir eins og þessa, voru einfaldlega ekki hrifnir af þessari tegund af gríni. Þetta var eins og þeir vildu ritstýra okkur," segir Ragnar og bætir við að hann hafi öruggar heimildir fyrir því að Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra hafi blöskrað framferði Isavia í málinu og komið þeim skoðunum sínum á framfæri. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að ekki leyfilegt að taka upp við öryggishlið flugstöðvarinnar af öryggisástæðum. „Við förum eftir ákveðnum starfsreglum í þessum málum og skoðum hvert tilvik sérstaklega. Nú þekki ég ekki þetta tiltekna mál en þær útskýringar sem þeir fengu með synjunni hljóta að standa," segir hann. Atriðið sem um ræðir er mjög saklaust að sögn Ragnars en það fjallar um mann sem er á leiðinni til London en tollverðir og öryggishlið flækja för hans með ýmsum hætti. „Þetta er mjög einfalt grín og atriðið var ekki beint í uppáhaldi í fyrstu. Eftir þetta vesen varð ég hins vegar harðákveðinn í að taka það upp og við bjuggum bara til okkar eigin flugstöð með einhverju skítamixi. Nú er atriðið eitt það besta í þættinum að mínu mati," segir Ragnar en umrætt atriði má sjá á fimmtudaginn kemur þegar Mið-Ísland hópurinn beinir sjónum sínum að gríni tengdu flugsamgöngum. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira