Lífið

Appelsínugul vera og svört kómedía

Stórleikarinn Danny DeVito ljáir appelsínugula og einkennilega skógarverðinum Lorax rödd sína í Dr. Seuss-myndinni The Lorax.
Stórleikarinn Danny DeVito ljáir appelsínugula og einkennilega skógarverðinum Lorax rödd sína í Dr. Seuss-myndinni The Lorax.
Dr. Seuss-teiknimyndin The Lorax verður frumsýnd um helgina, þar sem stórstjörnurnar Danny DeVito, Zac Efron og Taylor Swift eru meðal þeirra sem ljá persónum myndarinnar rödd sína. The Lorax fjallar um hinn 12 ára gamla Tedda sem þarf að finna tré sem gerir honum kleift að vinna hug og hjarta draumastúlkunnar sinnar, Audrey. Til þess að finna tréð þarf hann þó fyrst að hafa uppi á skógarverðinum Lorax, appelsínugulri veru sem berst fyrir því að vernda heiminn. Myndin er sýnd á íslensku og ensku og í 3D.

Roman Polanski-myndin Carnage er einnig frumsýnd, en hún er byggð á bók Yasminu Reza, God of Carnage. Um er að ræða svarta kómedíu um tvenn hjón sem koma saman til að ræða hegðun sona sinna sem höfðu lent í slagsmálum í skólanum. Það sem fyrst átti að verða stuttur og vinsamlegur fundur snýst þó yfir í andhverfu sína og áður en við vitum af eru makar farnir að snúast hvor gegn öðrum. Með helstu hlutverk fara Jodie Foster, Kate Winslet, Christoph Waltz og John C. Reilly. - trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.