Lífið

Carrie snýr aftur

Leikkonan Chloe Moretz hefur fengið tilboð um að leika aðalhlutverkið í endurgerð hrollvekjunnar Carrie. nordicphotos/getty
Leikkonan Chloe Moretz hefur fengið tilboð um að leika aðalhlutverkið í endurgerð hrollvekjunnar Carrie. nordicphotos/getty
Leikkonan Chloe Moretz hefur fengið tilboð um að fara með aðalhlutverkið í endurgerðinni á hrollvekjunni Carrie.

Kvikmyndaverið MGM ætlar að endurgera kvikmyndina Carrie sem er byggð á samnefndri bók rithöfundarins Stephens King. Hinar ungu og efnilegu Dakota Fanning, Bella Heathcote og Lily Collins voru einnig orðaðar við hlutverkið en samkvæmt Deadline stendur valið helst á milli Moretz og Haley Bennett. Hin fimmtán ára gamla Moretz er líklega þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndunum Kick-Ass og Let Me In þar sem hún leikur vampíru. Bennett vakti verðskuldaða athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni Kaboom.

Leikstjórinn Kimberly Peirce hefur tekið að sér að leikstýra endurgerðinni en hún hlaut einróma lof fyrir kvikmyndina Boys Don't Cry árið 1999. Leikkonan Sissy Spacek fór með hlutverk Carrie White í upprunalegu myndinni sem frumsýnd var árið 1976.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.