Aðstoða við að koma Kongsvinger á kortið 29. mars 2012 08:00 Jóhanna Guðrún, Davíð Guðbrandsson og hundurinn Bjartur þegar Dag Arnesen tók á móti þeim í Kongsvinger. mynd/helene ness „Þetta er búið að vera æðislegt. Það eru allir búnir að vera ofsalega yndislegir,“ segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Tveir og hálfur mánuður er liðinn síðan söngkonan flutti Noregs með kærasta sínum, tónlistarmanninum Davíð Guðbrandssyni, og hundinum Bjarti. Fyrst um sig bjuggu þau í höfuðborginni Ósló en ákváðu að flytja til Kongsvinger eftir að bæjaryfirvöld höfðu samband við þau út af nýju hálfs árs verkefni sem þau voru að skipuleggja. Það snýst um að laða til bæjarins hæfileikafólk, fá það til að vekja á honum athygli og um leið bæta menningarlífið í bænum, gegn því að það fái ókeypis gistingu. Aðspurð segist Jóhanna Guðrún vonast til að þau geti hjálpað til við að koma Kongsvinger á kortið. „Við ætlum að reyna það og líka að reyna að gera eitthvað skemmtilegt hérna varðandi tónlistarlífið.“ Hún segir að flutningur þeirra til bæjarins, þar sem innan við tuttugu þúsund manns búa, hafi komið óvænt upp, enda ætluðu þau alltaf að búa í Ósló. „Ég var ekki alveg að kveikja fyrst því ég vissi ekki hvaða bær þetta var en um leið og við komum hingað fannst mér ég vera komin heim,“ segir Jóhanna Guðrún en Kongsvinger er í um einnar og hálfrar klukkustunda akstursfjarlægð frá Ósló. Þau Jóhanna og Davíð búa í einbýlishúsi rétt fyrir utan bæinn og líkar þeim lífið vel. Þau eru þau fyrstu sem taka þátt í þessu nýja verkefni en skipuleggjendurnir vonast til að þau og þeir sem taka þátt í því í framtíðinni muni búa þar áfram að hálfs árs reynslutímanum loknum. Jóhanna segir miklar líkur á því að þau geri það, enda henti staðsetningin vel og fólkið sé mjög vingjarnlegt. „Það eru allir voðalega opnir og vinalegir og við erum strax búin að eignast vini.“ Skötuhjúin eru þegar byrjuð að semja lög saman og stefna á tónleikaferð um Noreg í haust sem myndi hefjast í Kongsvinger. Þau hafa þegar haldið vel heppnaða tónleika í bænum og komið fram í norskum sjónvarpsþætti. „Ég er hissa á því hvað allt er búið að ganga smurt síðan við komum hingað. Þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Þetta er búið að vera æðislegt. Það eru allir búnir að vera ofsalega yndislegir,“ segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Tveir og hálfur mánuður er liðinn síðan söngkonan flutti Noregs með kærasta sínum, tónlistarmanninum Davíð Guðbrandssyni, og hundinum Bjarti. Fyrst um sig bjuggu þau í höfuðborginni Ósló en ákváðu að flytja til Kongsvinger eftir að bæjaryfirvöld höfðu samband við þau út af nýju hálfs árs verkefni sem þau voru að skipuleggja. Það snýst um að laða til bæjarins hæfileikafólk, fá það til að vekja á honum athygli og um leið bæta menningarlífið í bænum, gegn því að það fái ókeypis gistingu. Aðspurð segist Jóhanna Guðrún vonast til að þau geti hjálpað til við að koma Kongsvinger á kortið. „Við ætlum að reyna það og líka að reyna að gera eitthvað skemmtilegt hérna varðandi tónlistarlífið.“ Hún segir að flutningur þeirra til bæjarins, þar sem innan við tuttugu þúsund manns búa, hafi komið óvænt upp, enda ætluðu þau alltaf að búa í Ósló. „Ég var ekki alveg að kveikja fyrst því ég vissi ekki hvaða bær þetta var en um leið og við komum hingað fannst mér ég vera komin heim,“ segir Jóhanna Guðrún en Kongsvinger er í um einnar og hálfrar klukkustunda akstursfjarlægð frá Ósló. Þau Jóhanna og Davíð búa í einbýlishúsi rétt fyrir utan bæinn og líkar þeim lífið vel. Þau eru þau fyrstu sem taka þátt í þessu nýja verkefni en skipuleggjendurnir vonast til að þau og þeir sem taka þátt í því í framtíðinni muni búa þar áfram að hálfs árs reynslutímanum loknum. Jóhanna segir miklar líkur á því að þau geri það, enda henti staðsetningin vel og fólkið sé mjög vingjarnlegt. „Það eru allir voðalega opnir og vinalegir og við erum strax búin að eignast vini.“ Skötuhjúin eru þegar byrjuð að semja lög saman og stefna á tónleikaferð um Noreg í haust sem myndi hefjast í Kongsvinger. Þau hafa þegar haldið vel heppnaða tónleika í bænum og komið fram í norskum sjónvarpsþætti. „Ég er hissa á því hvað allt er búið að ganga smurt síðan við komum hingað. Þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira