Lífið

Vilja semja við Kutcher

Kutcher leikur milljarðamæringinn Walden Schmidt.
Kutcher leikur milljarðamæringinn Walden Schmidt.
Ashton Kutcher er sagður vera í samningaviðræðum um að leika í nýrri þáttaröð af Two and a Half Men. Leikarinn tók við aðalhlutverki gamanþáttanna af Charlie Sheen í fyrra og hefur leikið milljarðamæringinn Walden Schmidt í fyrstu þáttaröðinni. Áhorfið á þættina hefur minnkað nokkuð eftir að Sheen hvarf á braut en það virðist ekki hafa áhrif á framleiðendurna, sem vilja endilega halda í Kutcher. Talið er að Kutcher fái tæpar níutíu milljónir króna fyrir hvern þátt af Two and a Half men og er hann þar með hæst launaði sjónvarpsleikari Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.