Lífið

Hita upp fyrir Roses

Liam Gallagher og félagar í Beady Eye hita upp fyrir The Stone Roses.
Liam Gallagher og félagar í Beady Eye hita upp fyrir The Stone Roses.
Hljómsveit Liams Gallagher, Beady Eye, Primal Scream og Plan B eru á meðal þeirra sem hita upp fyrir The Stone Roses á þrennum endurkomutónleikum þeirra í Manchester í júní. Einnig hita upp rokkararnir í The Vaccines með bassaleikarann Árna Hjörvar innanborðs.

Miðar á tónleikana seldust upp á örskammri stundu eftir að þeir fóru í sölu í fyrra. Síðan þá hafa menn velt vöngum yfir hvaða hljómsveitir munu hita upp fyrir Roses og nú er það loksins komið í ljós.

Gallagher hefur lengi verið aðdáandi Roses og hefur látið hafa eftir sér að hann hafi viljað hella sér í tónlistarbransann eftir að hafa séð bandið á tónleikum þegar hann var ungur að árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.