Lífið

Irglova með tónleika

Marketa Irglova stígur á svið ásamt hljómsveit sinni á Kexi 4. apríl.
Marketa Irglova stígur á svið ásamt hljómsveit sinni á Kexi 4. apríl.
Tékkneska tónlistarkonan Marketa Irglova er stödd hér á landi ásamt hljómsveit við upptökur. Hún heldur tónleika á Kexi 4. apríl.

Margir kannast eflaust við Marketu úr dúettinum The Swell Season sem hún skipar ásamt Íranum Glen Hansard. The Swell Season hélt einmitt eftirminnilega tónleika á Nasa í október 2010. Irglova, sem er 23 ára, hlaut Óskarsverðlaunin ásamt Hansard árið 2008 fyrir lagið Falling Slowly úr myndinni Once. Hún varð þar með fyrsta tékkneska konan til að vinna Óskarinn.

Frjálst sætaval er á tónleikana á Kexi en setið verður á gólfinu. Fólk er því hvatt til að koma með púða með sér. Miðaverð er 1.900 krónur og hefst miðasala á Midi.is á fimmtudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.