Allir kaflarnir verði opnaðir fyrir árslok 30. mars 2012 08:00 Viðræður Sérlausnir sem önnur ríki, til dæmis Finnar, hafa fengið í viðræðum við ESB verða ekki færðar sjálfkrafa yfir á önnur lönd, sagði Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, í Brussel í gær.Fréttablaðið/stefán Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins (ESB), vonast til þess að búið verði að opna alla samningskafla í aðildarviðræðum við Ísland fyrir árslok. Füle lét þessi orð falla á fundi með íslenskum blaðamönnum í Brussel í gær, í aðdraganda fjórðu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fer fram í dag. Á ráðstefnunni verða opnaðir fjórir samningskaflar, um orkumál, utanríkis-, öryggis- og varnarmál og neytenda- og heilsuvernd. Fyrirfram er búist við því að tveimur síðustu köflunum verði lokað samdægurs, enda sé samhljómur í samningsafstöðu Íslands og ESB í þeim málaflokkum. Varðandi kaflann um samkeppnismál leggur Ísland meðal annars áherslu á að viðhalda núverandi fyrirkomulagi á verslun með áfengi og tóbak, enda sé það í samræmi við ákvæði EES-samningsins og regluverk ESB, en í afstöðu Íslands kemur einnig fram að í þeim málaflokki sé einnig beðið þess að Eftirlitsstofnun EFTA muni ljúka athugun sinni á starfsemi Íbúðalánasjóðs. Í orkumálum fór Ísland fram á aðlögunartímabil og sérlausnir, meðal annars vegna ákvæða um að aðildarríki ESB þurfi að viðhalda lágmarksbirgðum af olíu fyrir 90 daga notkun. Birgðastaða Íslands er jafnan um 32 dagar, en í stað þess að auka birgðir er þess farið á leit að Ísland fái tíma til að draga úr notkun olíu með auknu hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa, fram til þess að núverandi magn muni nægja í tilskyldan tíma. Þá er meðal annars hnykkt á þeim ákvæðum ESB-sáttmálans sem lúta að yfirráðum aðildarlanda yfir orkuauðlindum og að eignarhald Íslands yfir orkugjöfum sínum og rétturinn til að stjórna þeim haldist óskertur. Ef fram fer sem horfir í dag, verður búið að opna fimmtán samningskafla af 33 og loka tíu þeirra. Enn mun þó standa eftir að opna marga veigamikla kafla sem fyrirfram er talið að verði erfiðastir viðfangs, til dæmis um stjórn fiskveiða, landbúnað, byggðamál og umhverfismál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður fiskveiðikaflinn þó ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi á seinni helmingi ársins, en þá munu Kýpur fara með formennsku í ESB. Füle minntist í tali sínu á sérstöðu Íslands, sérstaklega varðandi legu landsins. Aðspurður út í möguleikann á sérlausnum, byggðum á samsvarandi lausnum sem ríki hafa fengið í fyrri aðildarviðræðum (til dæmis fékk Finnland ákveðna sérlausn vegna landbúnaðar á norðurslóðum) svaraði Füle: „Já og nei. Annars vegar sýna sérlausnir í fyrri viðræðum að sambandið reyni að koma til móts við sérstöðu ríkja í viðræðum. Það sé þó innan marka ESB-sáttmálans. Hins vegar yfirfærum við ekki slíkar lausnir sjálfkrafa frá einum viðræðum til annarra, þó við höfum þær vissulega til hliðsjónar." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Sjá meira
Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins (ESB), vonast til þess að búið verði að opna alla samningskafla í aðildarviðræðum við Ísland fyrir árslok. Füle lét þessi orð falla á fundi með íslenskum blaðamönnum í Brussel í gær, í aðdraganda fjórðu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fer fram í dag. Á ráðstefnunni verða opnaðir fjórir samningskaflar, um orkumál, utanríkis-, öryggis- og varnarmál og neytenda- og heilsuvernd. Fyrirfram er búist við því að tveimur síðustu köflunum verði lokað samdægurs, enda sé samhljómur í samningsafstöðu Íslands og ESB í þeim málaflokkum. Varðandi kaflann um samkeppnismál leggur Ísland meðal annars áherslu á að viðhalda núverandi fyrirkomulagi á verslun með áfengi og tóbak, enda sé það í samræmi við ákvæði EES-samningsins og regluverk ESB, en í afstöðu Íslands kemur einnig fram að í þeim málaflokki sé einnig beðið þess að Eftirlitsstofnun EFTA muni ljúka athugun sinni á starfsemi Íbúðalánasjóðs. Í orkumálum fór Ísland fram á aðlögunartímabil og sérlausnir, meðal annars vegna ákvæða um að aðildarríki ESB þurfi að viðhalda lágmarksbirgðum af olíu fyrir 90 daga notkun. Birgðastaða Íslands er jafnan um 32 dagar, en í stað þess að auka birgðir er þess farið á leit að Ísland fái tíma til að draga úr notkun olíu með auknu hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa, fram til þess að núverandi magn muni nægja í tilskyldan tíma. Þá er meðal annars hnykkt á þeim ákvæðum ESB-sáttmálans sem lúta að yfirráðum aðildarlanda yfir orkuauðlindum og að eignarhald Íslands yfir orkugjöfum sínum og rétturinn til að stjórna þeim haldist óskertur. Ef fram fer sem horfir í dag, verður búið að opna fimmtán samningskafla af 33 og loka tíu þeirra. Enn mun þó standa eftir að opna marga veigamikla kafla sem fyrirfram er talið að verði erfiðastir viðfangs, til dæmis um stjórn fiskveiða, landbúnað, byggðamál og umhverfismál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður fiskveiðikaflinn þó ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi á seinni helmingi ársins, en þá munu Kýpur fara með formennsku í ESB. Füle minntist í tali sínu á sérstöðu Íslands, sérstaklega varðandi legu landsins. Aðspurður út í möguleikann á sérlausnum, byggðum á samsvarandi lausnum sem ríki hafa fengið í fyrri aðildarviðræðum (til dæmis fékk Finnland ákveðna sérlausn vegna landbúnaðar á norðurslóðum) svaraði Füle: „Já og nei. Annars vegar sýna sérlausnir í fyrri viðræðum að sambandið reyni að koma til móts við sérstöðu ríkja í viðræðum. Það sé þó innan marka ESB-sáttmálans. Hins vegar yfirfærum við ekki slíkar lausnir sjálfkrafa frá einum viðræðum til annarra, þó við höfum þær vissulega til hliðsjónar." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Sjá meira