Einvígi góðkunningjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2012 07:00 Sigurður Ingimundarson. Mynd/Stefán Seinni tvö einvígin í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla hefjast í kvöld og það er óhætt að segja þjálfarar liðanna þekkist vel. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur og Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eru tveir af reyndustu og sigursælustu mönnunum í sögu úrslitakeppninnar og hafa þegar mæst tíu sinnum í úrslitakeppni. Hinum megin mætast aftur á móti æskuvinirnir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells sem hafa báðir gert lið að meisturunum síðustu þrjú ár. Staðan er 5-5Sigurður Ingimundarson og Teitur Örlygsson mætast í kvöld í ellefta sinn í úrslitakeppni ýmist sem leikmenn eða þjálfarar og staðan er jöfn 5-5 fyrir þetta einvígi. Þetta er þó bara í annað skiptið sem þeir félagar mætast sem þjálfarar því það gerðist í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum fyrir tveimur árum. Stjörnumenn voru þá í sömu stöðu og nú en töpuðu þá í oddaleik á móti lærisveinum Sigurðar í Njarðvík. Síðan Sigurður lagði skóna á hilluna hefur hann unnið þrjú af fimm einvígum þeirra Teits, þar af tvö þau síðustu. Stjörnumenn eru mættir þriðja árið í röð í einvígi liðanna í 4. og 5. sæti en hin einvígin fóru bæði í oddaleik sem vannst í bæði skiptin á útivelli. Það hefur hallað á liðið í fjórða sæti undanfarin ár enda hefur lið númer 5 unnið tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Stjörnumenn hafa farið illa með Keflvíkinga í vetur og unnið þá bæði með glimrandi sóknarleik (107-91 sigur í fyrri leiknum í Garðabæ) og með frábærum varnarleik (94-69 sigur í seinni leiknum í Keflavík). Bæði unnu liðin 14 leiki og því má búast við einvígi tveggja jafnra liða en innbyrðisviðureignirnar benda til þess að Stjörnumenn hafi forskot í því hvernig liðin vega upp á móti hvoru öðru. 1972-þjálfaraárangurinn í KRBenedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru báðir fæddir árið 1972 og aldir upp í KR en svo skemmtilega vill til að þjálfarar síðustu þriggja Íslandsmeistara eiga það allir sameiginlegt að vera úr 1972-árganginum í KR. Hrafn Kristjánsson, þjálfari núverandi Íslandsmeistara KR er einnig úr þeim öfluga þjálfaraárgangi úr Vesturbænum. Innbyrðisleikir Þórs og Snæfells voru æsispennandi, Snæfell vann þann fyrri í Hólminum í framlengingu þar sem Hólmarar jöfnuðu í lokin en Þór vann þann seinni í Þorlákshöfn á flautukörfu. Fyrstu skrefin hjá ÞórNýliðar Þórs úr Þorlákshöfn verða í kvöld átjánda félagið sem tekur þátt í úrslitakeppninni en það er ekki hægt að segja að það sé algengt að félag vinni sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. Það hefur sem dæmi aðeins gerst einu sinni frá árinu 1995 og svo skemmtilega vill til að þjálfari Fjölnismanna, sem unnu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni vorið 2005, var einmitt Benedikt Guðmundsson, núverandi þjálfari Þórsliðsins. Hin átta liðin sem hafa stigið sín fyrstu skref í úrslitakeppni undanfarin 17 ár hafa öll tapað sínum fyrsta leik. Snæfell varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum en þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum síðan þá á liðið í ár það sameiginlegt með 2010-liðinu að koma inn í úrslitakeppnina í sjötta sæti. Sjötta sætið reyndist vel síðastÞað boðar þó kannski ekki gott fyrir nokkra aðra en Snæfellinga því ekkert annað lið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa komið inn í sjötta sætinu. Ingi Þór Steinþórsson er jafnframt eini þjálfarinn sem hefur gert lið að Íslandsmeisturum án þess að hafa heimavallarrétt í átta liða úrslitunum. Ingi var einnig þjálfari KR-liðsins sem varð meistari vorið 2000 eftir að hafa komið inn í fimmta sæti. Það verður örugglega erfitt hjá þjálfurunum fjórum að koma hverjum öðrum mikið á óvart í komandi leikjum en það má búast við spennandi leikjum þar sem öll fjögur liðin telja sig eiga mjög góða möguleika á að komast áfram í undanúrslitin. Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Seinni tvö einvígin í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla hefjast í kvöld og það er óhætt að segja þjálfarar liðanna þekkist vel. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur og Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eru tveir af reyndustu og sigursælustu mönnunum í sögu úrslitakeppninnar og hafa þegar mæst tíu sinnum í úrslitakeppni. Hinum megin mætast aftur á móti æskuvinirnir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells sem hafa báðir gert lið að meisturunum síðustu þrjú ár. Staðan er 5-5Sigurður Ingimundarson og Teitur Örlygsson mætast í kvöld í ellefta sinn í úrslitakeppni ýmist sem leikmenn eða þjálfarar og staðan er jöfn 5-5 fyrir þetta einvígi. Þetta er þó bara í annað skiptið sem þeir félagar mætast sem þjálfarar því það gerðist í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum fyrir tveimur árum. Stjörnumenn voru þá í sömu stöðu og nú en töpuðu þá í oddaleik á móti lærisveinum Sigurðar í Njarðvík. Síðan Sigurður lagði skóna á hilluna hefur hann unnið þrjú af fimm einvígum þeirra Teits, þar af tvö þau síðustu. Stjörnumenn eru mættir þriðja árið í röð í einvígi liðanna í 4. og 5. sæti en hin einvígin fóru bæði í oddaleik sem vannst í bæði skiptin á útivelli. Það hefur hallað á liðið í fjórða sæti undanfarin ár enda hefur lið númer 5 unnið tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Stjörnumenn hafa farið illa með Keflvíkinga í vetur og unnið þá bæði með glimrandi sóknarleik (107-91 sigur í fyrri leiknum í Garðabæ) og með frábærum varnarleik (94-69 sigur í seinni leiknum í Keflavík). Bæði unnu liðin 14 leiki og því má búast við einvígi tveggja jafnra liða en innbyrðisviðureignirnar benda til þess að Stjörnumenn hafi forskot í því hvernig liðin vega upp á móti hvoru öðru. 1972-þjálfaraárangurinn í KRBenedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru báðir fæddir árið 1972 og aldir upp í KR en svo skemmtilega vill til að þjálfarar síðustu þriggja Íslandsmeistara eiga það allir sameiginlegt að vera úr 1972-árganginum í KR. Hrafn Kristjánsson, þjálfari núverandi Íslandsmeistara KR er einnig úr þeim öfluga þjálfaraárgangi úr Vesturbænum. Innbyrðisleikir Þórs og Snæfells voru æsispennandi, Snæfell vann þann fyrri í Hólminum í framlengingu þar sem Hólmarar jöfnuðu í lokin en Þór vann þann seinni í Þorlákshöfn á flautukörfu. Fyrstu skrefin hjá ÞórNýliðar Þórs úr Þorlákshöfn verða í kvöld átjánda félagið sem tekur þátt í úrslitakeppninni en það er ekki hægt að segja að það sé algengt að félag vinni sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. Það hefur sem dæmi aðeins gerst einu sinni frá árinu 1995 og svo skemmtilega vill til að þjálfari Fjölnismanna, sem unnu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni vorið 2005, var einmitt Benedikt Guðmundsson, núverandi þjálfari Þórsliðsins. Hin átta liðin sem hafa stigið sín fyrstu skref í úrslitakeppni undanfarin 17 ár hafa öll tapað sínum fyrsta leik. Snæfell varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum en þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum síðan þá á liðið í ár það sameiginlegt með 2010-liðinu að koma inn í úrslitakeppnina í sjötta sæti. Sjötta sætið reyndist vel síðastÞað boðar þó kannski ekki gott fyrir nokkra aðra en Snæfellinga því ekkert annað lið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa komið inn í sjötta sætinu. Ingi Þór Steinþórsson er jafnframt eini þjálfarinn sem hefur gert lið að Íslandsmeisturum án þess að hafa heimavallarrétt í átta liða úrslitunum. Ingi var einnig þjálfari KR-liðsins sem varð meistari vorið 2000 eftir að hafa komið inn í fimmta sæti. Það verður örugglega erfitt hjá þjálfurunum fjórum að koma hverjum öðrum mikið á óvart í komandi leikjum en það má búast við spennandi leikjum þar sem öll fjögur liðin telja sig eiga mjög góða möguleika á að komast áfram í undanúrslitin.
Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira