Innlent

Ný keðja frá H&M 2013

ný lúxukeðja? Behnaz Aram, yfirhönnuður sænska tískumerkisins Whyred hefur verið nefnur sem aðalmaðurinn á bak við nýja merkið frá H&M samsteypunni sem opnar á næsta ári. 
Nordicphotos/afp
ný lúxukeðja? Behnaz Aram, yfirhönnuður sænska tískumerkisins Whyred hefur verið nefnur sem aðalmaðurinn á bak við nýja merkið frá H&M samsteypunni sem opnar á næsta ári. Nordicphotos/afp
Sænski verslanarisinn Hennes & Mauritz hefur tilkynnt að hann ætli sér að opna nýja keðju árið 2013.

„Við erum með mörg ólík verkefni í burðaliðnum en á næsta ári ætlum við að fara af stað með nýtt merki og verslanakeðju í líkingu við COS sem hefur átt miklum vinsældum að fagna. Þetta verður keðja sem er alveg óháð öðrum búðum samsteypunnar en fer vel saman við það vöruúrval sem við bjóðum upp á nú þegar," segir framkvæmdastjóri H&M Karl-Johan Persson.

Líkur þykja að um sé að ræða nýtt lúxusmerki frá Hennes & Mauritz og hefur yfirhönnuður sænska fatamerkisins Whyred, Behnaz Aram, verið nefndur sem aðalmaðurinn á bak við nýja merkið. H&M samsteypan á nú þegar vinsælar verslanakeðjur á borð við Monki, Weekday og Cos þannig að ekki er von á öðru en að nýja merkið slái einnig í gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×