KSÍ og fordómar Baldur Kristjánsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Því miður fór umræðan svolítið úr böndunum á netinu þegar aganefnd KSÍ dæmdi tvo drengi í leikbann og gagnrýnt var. Svolítið er eins og verið sé að stíga inn á heilagt svæði en knattspyrna kemur okkur öllum við og kynþáttafordómar eru því miður staðreynd hér á landi. Nú tek ég drengina tvo út fyrir sviga enda hafa þeir sæst en tilvikið gefur tilefni til umræðu og ábendinga. Nauðsynlegt er að mínu mati að KSÍ og önnur sambærileg sambönd komi sér upp verklagsreglum í meðferð svona mála. Þau eiga að leita til sérfræðinga við gerð þeirra. UEFA hafði samráð við ECRI (Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum) þegar verklagsreglur voru settar fyrir síðasta og einnig næsta Evrópumót um það hvernig ætti að tækla rasisma á fótboltavellinum. Knattspyrnusambandið í Englandi hefur haft samráð við svipaðan aðila þar. Ekki skal efast um góðan ásetning forystu KSÍ, þ.m.t. Þóris Hákonarsonar, en þetta með verklagsreglur og hvernig þær eiga að vera er ekkert sjálfgefið. Þar ætti m.a. að kveða á um að dómarar og þeir sem sitja í ráðum og nefndum fái fræðslu um það hvernig þekkja eigi rasisma og hvernig bregðast eigi við honum. Það sama á við um yfirstjórn og starfsmenn. Félögin eiga með hjálp KSÍ að fræða þjálfara um rasisma og helst ekki að ráða þá til starfa nema að undangengnu námskeiði um það hvernig meðhöndla eigi hann. Þá er í meira lagi vafasamt að bregðast við með leikbönnum í yngri flokkum. Slíkt getur einangrað og útilokað. Fræðsla er á því stigi árangursríkust. Þetta eru drengir/stúlkur á mótunarskeiði. Sá sem gerir sig sekan um rasisma er yfirleitt hvorki betri né verri en félagarnir en endurspeglar þá menningu sem þeir eru allir sprottnir úr. Hann er, má segja, einnig fórnarlamb hennar. Rasisma má líkja við veiru sem þarf að útrýma. Rasískt hugarfar flokkar fólk eftir uppruna, litarafti, þjóðerni og jafnvel menningu og trú og felur í sér fyrirlitningu á hóp eða hópum sem við tilheyrum ekki. Rasismi kumrar í yfirborði samfélags. Kemur stundum upp á yfirborðið og er þá gjarnan meðhöndlaður sem einstakt tilvik. Það er ekki bara KSÍ sem þarf að koma sér upp verklagsreglum í þessum málaflokki. Þess þurfa önnur sambærileg sambönd svo og skólar og allir þeir sem koma að mótun unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Því miður fór umræðan svolítið úr böndunum á netinu þegar aganefnd KSÍ dæmdi tvo drengi í leikbann og gagnrýnt var. Svolítið er eins og verið sé að stíga inn á heilagt svæði en knattspyrna kemur okkur öllum við og kynþáttafordómar eru því miður staðreynd hér á landi. Nú tek ég drengina tvo út fyrir sviga enda hafa þeir sæst en tilvikið gefur tilefni til umræðu og ábendinga. Nauðsynlegt er að mínu mati að KSÍ og önnur sambærileg sambönd komi sér upp verklagsreglum í meðferð svona mála. Þau eiga að leita til sérfræðinga við gerð þeirra. UEFA hafði samráð við ECRI (Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum) þegar verklagsreglur voru settar fyrir síðasta og einnig næsta Evrópumót um það hvernig ætti að tækla rasisma á fótboltavellinum. Knattspyrnusambandið í Englandi hefur haft samráð við svipaðan aðila þar. Ekki skal efast um góðan ásetning forystu KSÍ, þ.m.t. Þóris Hákonarsonar, en þetta með verklagsreglur og hvernig þær eiga að vera er ekkert sjálfgefið. Þar ætti m.a. að kveða á um að dómarar og þeir sem sitja í ráðum og nefndum fái fræðslu um það hvernig þekkja eigi rasisma og hvernig bregðast eigi við honum. Það sama á við um yfirstjórn og starfsmenn. Félögin eiga með hjálp KSÍ að fræða þjálfara um rasisma og helst ekki að ráða þá til starfa nema að undangengnu námskeiði um það hvernig meðhöndla eigi hann. Þá er í meira lagi vafasamt að bregðast við með leikbönnum í yngri flokkum. Slíkt getur einangrað og útilokað. Fræðsla er á því stigi árangursríkust. Þetta eru drengir/stúlkur á mótunarskeiði. Sá sem gerir sig sekan um rasisma er yfirleitt hvorki betri né verri en félagarnir en endurspeglar þá menningu sem þeir eru allir sprottnir úr. Hann er, má segja, einnig fórnarlamb hennar. Rasisma má líkja við veiru sem þarf að útrýma. Rasískt hugarfar flokkar fólk eftir uppruna, litarafti, þjóðerni og jafnvel menningu og trú og felur í sér fyrirlitningu á hóp eða hópum sem við tilheyrum ekki. Rasismi kumrar í yfirborði samfélags. Kemur stundum upp á yfirborðið og er þá gjarnan meðhöndlaður sem einstakt tilvik. Það er ekki bara KSÍ sem þarf að koma sér upp verklagsreglum í þessum málaflokki. Þess þurfa önnur sambærileg sambönd svo og skólar og allir þeir sem koma að mótun unglinga.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun