Lífið

Hungurleikarnir að seljast upp

Kvikmyndin The Hunger Games hefur vakið mikla athygli á samnefndri bók Suzanne Collins.
Kvikmyndin The Hunger Games hefur vakið mikla athygli á samnefndri bók Suzanne Collins.
Hungurleikarnir, íslensk þýðing bókarinnar The Hunger Games eftir Suzanne Collins, er uppseld á lager Forlagsins. Fjögur þúsund eintök eru farin úr húsi en einhver eintök eru þó eftir hjá smásölum.

„Unglingarnir streyma í búðirnar, sem er frábært. Hungurleikaæðið er algjörlega byrjað,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir hjá Forlaginu. Samnefnd kvikmynd hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum og hefur einnig fengið góða aðsókn hér heima. „Innbundna bókin kom út fyrir jólin og þá kveiktu krakkarnir ekki eins mikið á þessu. Þetta byrjaði fyrir alvöru tveimur til þremur vikum fyrir frumsýningu myndarinnar.“

Bókin er nýkomin út í kilju og einnig í rafbókarformi. Vegna þessara miklu vinsælda hefur Forlagið ákveðið að flýta þýðingu á næstu bók í þríleiknum en hún átti upphaflega að koma út fyrir næstu jól. Stefnt er á útgáfu hennar í maí í þýðingu Guðna Kolbeinssonar.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.