Lífið

Liam gengur aftur í Batman

Liam Neeson leikur í nýju Batman-myndinni The Dark Knight Rises.
Liam Neeson leikur í nýju Batman-myndinni The Dark Knight Rises. nordicphotos/getty
Staðfest hefur verið að Liam Neeson leiki í nýjustu Batman-myndinni, The Dark Knight Rises, sem kemur út í sumar. Hinn 59 ára leikari mun endurtaka hlutverk sitt sem Ra's al Ghul í myndinni en hann lék sömu persónu í Batman Begins.

Aðeins verður um lítið hlutverk að ræða, enda var persónan drepin í Batman Begins. „Ég veit ekkert um hvað myndin er og ég veit ekki einu sinni hvort ég verð í henni. Þetta er lítið hlutverk og ég verð þarna ef ég verð ekki klipptur út," sagði Neeson við CNN.

Josh Spence mun leika persónu Neeson sem ungan mann í myndinni. Christian Bale verður áfram í hlutverki Batman, auk þess sem Tom Hardy og Anne Hathaway verða í stórum hlutverkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.