Lífið

Bítlar ekki á hjólastólum

Nafn Bítlanna verður ekki notað á hjólastólum í framtíðinni.
Nafn Bítlanna verður ekki notað á hjólastólum í framtíðinni.
Bítlarnir hafa komið í veg fyrir að hollenskt fyrirtæki noti nafn hljómsveitarinnar á hjólastóla sem það framleiðir. Apple Corps, sem Bítlarnir stofnuðu, hafði áður komið í veg fyrir að fyrirtækið notaði Bítlanafnið á önnur farartæki sem það framleiddi. Núna hefur Evrópudómstóllinn dæmt Apple Corps í hag og meinað hollenska fyrirtækinu einnig að nota Bítlanafnið á hjólastólana. Dómstóllinn taldi ekki við hæfi að hið góða orð sem færi af Bítlunum og það hversu góð söluvara þeir eru yrði notfært til að selja hjólastólana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.