Lífið

Vísindamenn rannsaka lyf gegn offitu

Vísindamenn telja sig hafa fundið lyf sem eykur brennslu og er ætlað fólki sem þjáist af offitu. nordicphotos/getty
Vísindamenn telja sig hafa fundið lyf sem eykur brennslu og er ætlað fólki sem þjáist af offitu. nordicphotos/getty
Bandarískir vísindamenn telja sig hafa fundið lyf sem eykur brennslu og er ætlað fólki sem þjáist af offitu. Lyfið, sem hefur áhrif á líkamsklukku fólks, gæti einnig hjálpað einstaklingum er þjást af háu kólesteróli og sykursýki.

Lyfið samanstendur af tilbúnum sameindum sem hafa bein áhrif á líkamsklukku þeirra er neyta þess. Líkaminn hægir á brennslu að nóttu til en sé lyfsins neytt helst hún óbreytt allan sólarhringinn.

Lyfið var prófað á feitum músum og grenntust þær allar þrátt fyrir að fá óbreytta fæðu. Að auki minnkuðu líkurnar á háu kólesteróli hjá músunum og sykursýki minnkaði um 12 prósent.

„Áhrifin hafa verið mjög jákvæð fram að þessu,“ sagði Thomas Burris, prófessor hjá Scripps Research Institute í Flórída, þar sem rannsóknirnar voru gerðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.