Lífið

Danskir Eurovision-gaurar í góðum málum

Tim Schou og félagar í A Friend In London halda í tónleikaferð með Backstreet Boys og New Kid On The Block í apríl.
Tim Schou og félagar í A Friend In London halda í tónleikaferð með Backstreet Boys og New Kid On The Block í apríl.
Danska strákahljómsveitin A Friend In London er heldur betur búin að slá í gegn frá því hún mætti til Düsseldorf og söng lagið New Tomorrow fyrir hönd Dana í Eurovision-keppninni í fyrra.

Lagið hefur verið eitt það vinsælasta í spilun eftir keppnina, en það náði fimmta sætinu með 134 stig. Á úrslitakvöldi undankeppni Eurovision í Danmörku, Dansk Melodi Grand Prix, þann 21. janúar síðastliðinn kom hljómsveitin fram ásamt Backstreet Boys-meðlimnum Howie D.

Það sem fáir vissu þá var að það var aðeins upphafið af samstarfi hljómsveitanna því nú hefur verið tilkynnt að A Friend In London fari með Backstreet Boys og New Kids On The Block í tónleikaferð um Evrópu. Ferðin hefst í Dublin á Írlandi þann 21. apríl og ferðast hljómsveitirnar um Bretland og til Hollands, Belgíu, Sviss, Danmerkur og Noregs, áður en ferðinni lýkur í Ósló í Noregi þann 14. maí. -trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.