Lífið

Auðunn Blöndal les fyrir börnin

Auðunn Blöndal og Oddný Sturludóttir eru á meðal þeirra sem lesa fyrir börnin.
Auðunn Blöndal og Oddný Sturludóttir eru á meðal þeirra sem lesa fyrir börnin.
Farfuglaheimilið Kex verður með heimilislegan sunnudag á morgun. Dagskráin hefst klukkan 11 og stendur fram eftir degi.

Dagskráin hefst með bílskúrssölu þar sem Þórunn Antonía, Kormákur Jarl, Snæfríður Sól og fleiri taka til í skúrnum og selja varning á góðu verðu. Þá hyggst Hálfdán Pedersen, hönnuður Kex, selja af sér listamannaspjarirnar.

Klukkan eitt hefst svo svokallaður kósý upplestur þar sem valdir einstaklingar lesa upp úr uppáhaldsbarnabókinni sinni. Á meðal þeirra sem lesa upp eru Auðunn Blöndal, Oddný Sturludóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Arnar Eggert Thoroddsen, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Nanna Kristín Magnúsdóttir.

Loks hefst brjálað branastuð sem Stefán Karl, Edda Björg og fleiri flytja uppáhaldsbarnalögin sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.