Virkjum af skynsemi – verndum af skynsemi! Oddný G. Harðardóttir og Svandís Svavarsdóttir skrifar 1. apríl 2012 19:00 Fá mál hafa reynt jafn mikið á þjóðina á undanförnum áratugum eins og ágreiningurinn um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Bæði sjónarmiðin eiga rétt á sér; landið okkar býr yfir miklum orkuauðlindum sem má umbreyta í uppbyggingu og störf. En það felast ekki síður verðmæti í einstakri og óspilltri náttúru Íslands sem okkur er treyst til að standa vörð um fyrir komandi kynslóðir. Auk þess hefur þeim sjónarmiðum verulega vaxið ásmegin að náttúruvernd sé mikilvægur grundvöllur ferðaþjónustunnar sem vaxandi atvinnugreinar. Í gær var þingsályktunartillaga um Rammaáætlun kynnt en hún verður síðan lögð fram á Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu. Í áætluninni er hugsanlegum virkjunarkostum raðað í orkunýtingarflokk, verndarflokk eða biðflokk og er markmiðið að skapa framtíðarsýn í verndunar- og virkjanamálum og ná almennri sátt í þjóðfélaginu um þennan mikilvæga málaflokk. Vinna við Rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 en að henni hafa komið fremstu vísindamenn þjóðarinnar á ótal sviðum. Í ágústmánuði sl. voru drög að þingsályktunartillögu lögð fram í 12 vikna opið umsagnar- og samráðsferli þar sem bárust vel yfir 200 umsagnir. Allar umsagnirnar voru metnar og á grundvelli þeirra gerðar breytingar á drögunum sem lögð voru fram til kynningar. Um er að ræða breytingar þar sem svæði eru færð úr nýtingarflokki í biðflokk; annars vegar virkjunarkostir í neðri hluta Þjórsár (Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun) og hins vegar kostir á hálendinu (Hágönguvirkjanir I og II og Skrokkölduvirkjun). Í öllum tilvikum eru rökin þau að vegna nýrra upplýsinga sem komu fram í samráðsferlinu beri að rannsaka tiltekna þætti betur áður en endanleg ákvörðun um nýtingu eða vernd verður tekin. Á grundvelli laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun, eru hér svokölluð varúðarsjónarmið höfð til hliðsjónar; ef um vafa er að ræða þá beri að kanna hann til hlítar áður en endanleg ákvörðun er tekin. Það kemur síðan í hlut nýrrar verkefnisstjórnar rammaáætlunar, sem skipuð verður í kjölfar samþykktar Alþingis, að hrinda í framkvæmd nauðsynlegri rannsóknarvinnu vegna umræddra virkjunarkosta og lögð er áhersla á að tillaga um endanlega flokkun liggi fyrir svo fljótt sem auðið er eftir að nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Þegar ólík sjónarmið takast á ríður á að finna jafnvægi sem breið samstaða getur náðst um. Náttúruverndarsamtök hafa lýst þeim sjónarmiðum sínum að mun fleiri virkjunarkostir eigi að falla í verndarflokk. Og frá þeim sem vilja ganga lengra í orkunýtingu heyrast öndverðar skoðanir. Rammaáætlun verður rædd á Alþingi á komandi mánuðum og endanlega afgreidd þaðan. Nú sér loks fyrir endann á löngu, flóknu og metnaðarfullu ferli um þetta stóra mál þar sem brýnt er að byggja hvert skref á yfirvegun og málefnalegri afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Fá mál hafa reynt jafn mikið á þjóðina á undanförnum áratugum eins og ágreiningurinn um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Bæði sjónarmiðin eiga rétt á sér; landið okkar býr yfir miklum orkuauðlindum sem má umbreyta í uppbyggingu og störf. En það felast ekki síður verðmæti í einstakri og óspilltri náttúru Íslands sem okkur er treyst til að standa vörð um fyrir komandi kynslóðir. Auk þess hefur þeim sjónarmiðum verulega vaxið ásmegin að náttúruvernd sé mikilvægur grundvöllur ferðaþjónustunnar sem vaxandi atvinnugreinar. Í gær var þingsályktunartillaga um Rammaáætlun kynnt en hún verður síðan lögð fram á Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu. Í áætluninni er hugsanlegum virkjunarkostum raðað í orkunýtingarflokk, verndarflokk eða biðflokk og er markmiðið að skapa framtíðarsýn í verndunar- og virkjanamálum og ná almennri sátt í þjóðfélaginu um þennan mikilvæga málaflokk. Vinna við Rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 en að henni hafa komið fremstu vísindamenn þjóðarinnar á ótal sviðum. Í ágústmánuði sl. voru drög að þingsályktunartillögu lögð fram í 12 vikna opið umsagnar- og samráðsferli þar sem bárust vel yfir 200 umsagnir. Allar umsagnirnar voru metnar og á grundvelli þeirra gerðar breytingar á drögunum sem lögð voru fram til kynningar. Um er að ræða breytingar þar sem svæði eru færð úr nýtingarflokki í biðflokk; annars vegar virkjunarkostir í neðri hluta Þjórsár (Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun) og hins vegar kostir á hálendinu (Hágönguvirkjanir I og II og Skrokkölduvirkjun). Í öllum tilvikum eru rökin þau að vegna nýrra upplýsinga sem komu fram í samráðsferlinu beri að rannsaka tiltekna þætti betur áður en endanleg ákvörðun um nýtingu eða vernd verður tekin. Á grundvelli laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun, eru hér svokölluð varúðarsjónarmið höfð til hliðsjónar; ef um vafa er að ræða þá beri að kanna hann til hlítar áður en endanleg ákvörðun er tekin. Það kemur síðan í hlut nýrrar verkefnisstjórnar rammaáætlunar, sem skipuð verður í kjölfar samþykktar Alþingis, að hrinda í framkvæmd nauðsynlegri rannsóknarvinnu vegna umræddra virkjunarkosta og lögð er áhersla á að tillaga um endanlega flokkun liggi fyrir svo fljótt sem auðið er eftir að nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Þegar ólík sjónarmið takast á ríður á að finna jafnvægi sem breið samstaða getur náðst um. Náttúruverndarsamtök hafa lýst þeim sjónarmiðum sínum að mun fleiri virkjunarkostir eigi að falla í verndarflokk. Og frá þeim sem vilja ganga lengra í orkunýtingu heyrast öndverðar skoðanir. Rammaáætlun verður rædd á Alþingi á komandi mánuðum og endanlega afgreidd þaðan. Nú sér loks fyrir endann á löngu, flóknu og metnaðarfullu ferli um þetta stóra mál þar sem brýnt er að byggja hvert skref á yfirvegun og málefnalegri afstöðu.
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar