Til skoðunar að afturkalla veiðiheimild Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. apríl 2012 11:00 Húsleit í gangi Fyrir helgi gerðu starfsmenn sérstaks saksóknara húsleit í húsakynnum Samherja í Reykjavík og á Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Til greina kemur að svipta Samherja veiðileyfi komi í ljós að félagið hafi brotið gjaldeyrislög og gengið með þeim hætti gegn almannahagsmunum. Þetta kom fram í máli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í viðtali í sjónvarpsþættinum Silfri Egils í hádeginu í gær. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, í samstarfi við sérstakan saksóknara, gerði húsleit í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í síðustu viku. Ástæða húsleitarinnar er grunur um brot á gjaldeyrislögum. Auk leitarinnar í höfuðstöðvum fyrirtækisins var leitað í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem átt hefur í viðskiptum við Samherja. Fram kom í máli innanríkisráðherra að ásakanirnar á hendur Samherja gefi tilefni til að setja inn í kvótafrumvarpið sem er í meðförum Alþingis ákvæði um sviptingu veiðileyfa. Um leið fagnaði Ögmundur því að með kvótafrumvarpinu væru stigin skref í átt að samkomulagi þar sem böndum yrði komið á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Í yfirlýsingu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, sem hann sendi frá sér fyrir helgi eru aðgerðir Seðlabankans sagðar tilhæfulausar með öllu og taldi hann að þær hlytu að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem Samherja væri ekki kunnugt um. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni,“ sagði í yfirlýsingunni. Í umfjöllun Ríkisútvarpsins hefur verið vísað til þess að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið gegn gildandi gjaldeyrishöftum með því að fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til landsins í formi gjaldeyris. Samherji hefur hins vegar vísað til þess að fyrirtækið selji mikið magn sjávarafurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri hafi verið haldið eftir utan landsteinanna sem hafi átt að skila sér til landsins. Í yfirlýsingu sinni sagði Þorsteinn að „harkalegar og ómálefnalegar aðgerðir“ Seðlabankans hlytu að vera einsdæmi. Skoraði hann á bankann að leggja fram rökstuðning fyrir húsleitinni svo að fyrirtækið gæti lagt sitt af mörkum í að upplýsa um stöðu mála og lágmarka um leið tjón fyrirtækisins af aðgerðinni. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Til greina kemur að svipta Samherja veiðileyfi komi í ljós að félagið hafi brotið gjaldeyrislög og gengið með þeim hætti gegn almannahagsmunum. Þetta kom fram í máli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í viðtali í sjónvarpsþættinum Silfri Egils í hádeginu í gær. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, í samstarfi við sérstakan saksóknara, gerði húsleit í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í síðustu viku. Ástæða húsleitarinnar er grunur um brot á gjaldeyrislögum. Auk leitarinnar í höfuðstöðvum fyrirtækisins var leitað í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem átt hefur í viðskiptum við Samherja. Fram kom í máli innanríkisráðherra að ásakanirnar á hendur Samherja gefi tilefni til að setja inn í kvótafrumvarpið sem er í meðförum Alþingis ákvæði um sviptingu veiðileyfa. Um leið fagnaði Ögmundur því að með kvótafrumvarpinu væru stigin skref í átt að samkomulagi þar sem böndum yrði komið á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Í yfirlýsingu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, sem hann sendi frá sér fyrir helgi eru aðgerðir Seðlabankans sagðar tilhæfulausar með öllu og taldi hann að þær hlytu að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem Samherja væri ekki kunnugt um. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni,“ sagði í yfirlýsingunni. Í umfjöllun Ríkisútvarpsins hefur verið vísað til þess að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið gegn gildandi gjaldeyrishöftum með því að fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til landsins í formi gjaldeyris. Samherji hefur hins vegar vísað til þess að fyrirtækið selji mikið magn sjávarafurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri hafi verið haldið eftir utan landsteinanna sem hafi átt að skila sér til landsins. Í yfirlýsingu sinni sagði Þorsteinn að „harkalegar og ómálefnalegar aðgerðir“ Seðlabankans hlytu að vera einsdæmi. Skoraði hann á bankann að leggja fram rökstuðning fyrir húsleitinni svo að fyrirtækið gæti lagt sitt af mörkum í að upplýsa um stöðu mála og lágmarka um leið tjón fyrirtækisins af aðgerðinni.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira