Lífið

Brást illa við í viðtali

Paris Hilton er illa við að vera spurð út í dalandi frægð sína.
Paris Hilton er illa við að vera spurð út í dalandi frægð sína. nordicphotos/getty
Hótelerfinginn Paris Hilton lenti í útistöðum við ástralska sjónvarpsstöð eftir að hún var spurð út í dalandi frægð sína. Hilton var gestur í morgunþættinum Sunrise á sjónvarpsstöðinni Channel 7 vegna heimsóknar sinnar til Ástralíu.

Fréttakonan Edwina Bartholomew stýrði viðtalinu og spurði Hilton hvað tæki við hjá henni þegar frægðarsól hennar væri sest. „Ég vil eignast börn og lifa eðlilegu lífi með þeim,“ svaraði Hilton en heimtaði stuttu síðar að spurningin yrði klippt út úr viðtalinu, ellegar yrði sjónvarpsstöðin sett á bannlista.

Bartholomew var aftur á móti illa við að vera hótað og því var viðtalið birt í allri sinni lengd og þar með fær Channel 7 ekki fleiri viðtöl við hótelerfingjann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.