Lífið

Jack and Jill fékk öll verðlaunin

Jack and Jill hlaut öll verðlaunin á Razzies-skammarhátíðinni.
Jack and Jill hlaut öll verðlaunin á Razzies-skammarhátíðinni.
Gamanmyndin Jack and Jill með Adam Sandler setti nýtt met þegar hún hrifsaði til sín öll verðlaunin á Razzies-skammarhátíðinni í Kaliforníu.

Aldrei áður í 32 ára sögu Golden Rasberry-hátíðarinnar hefur ein mynd hlotið öll verðlaunin, sem í þetta sinn voru tíu. Myndin var valin versta mynd ársins og Sandler var kjörinn versti leikarinn og versta „leikkonan“ en hann fór með hlutverk tvíburasystkinanna Jacks og Jill í myndinni. Al Pacino var valinn versti aukaleikarinn og David Spade versti aukaleikarinn í kvenhlutverki. Alls tóku 657 meðlimir Golden Rasberry-stofnunarinnar þátt í kosningunni.

„Hann lék ekki þríbura en hann hefði ekki hlotið fleiri verðlaun hefði hann gert það,“ sagði John Wilson, stofnandi Razzies-verðlaunanna. Hann bætti við að Sandler hafi ekki sýnt mikinn metnað í að gera vel í myndinni. Hann hafi haldið að aðdáendur hans væru tilbúnir til að láta hvað sem er yfir sig ganga. „Ef viðhorf þitt er þannig að þú ætlir bara að gera það sem rétt sleppur, þá sleppurðu alveg inn í Razzies-verðlaunin.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.