Lífið

Ef Cobain væri á lífi

A Star is Born fjallar um Cobain ef hann væri á lífi í dag.
A Star is Born fjallar um Cobain ef hann væri á lífi í dag.
Endurgerða myndin A Star is Born sem er í undirbúningi fjallar um fyrrum söngvara Nirvana, Kurt Cobain, ef hann væri enn á lífi. Þetta segir Will Fetters, handritshöfundur myndarinnar.

„Ég vildi taka að mér A Star is Born vegna þess að ég er mikill aðdáandi Kurts Cobain. Fyrir mig var það eins og morðið á Kennedy þegar hann dó. Það var hryllilegur atburður.“ Clint Eastwood mun leikstýra myndinni. Þetta verður í fjórða sinn sem A Star is Born er framleidd. Síðasta mynd kom út 1976 með Barböru Streisand og Kris Kristoffersson í aðalhlutverkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.