Lífið

Madonna slær út Elvis

Madonna hefur átt tólf plötur í efsta sæti breska vinsældalistans.
Madonna hefur átt tólf plötur í efsta sæti breska vinsældalistans. nordicphotos/getty
Madonna hefur slegið met Elvis Presley yfir þá sólólistamenn sem hafa átt flestar plötur í efsta sæti breska vinsældarlistans. Plata hennar, MDNA, fór beint á toppinn um helgina og varð þar með hennar tólfta til að ná efsta sætinu þar í landi. Á plötunni nýtur hin 53 ára Madonna aðstoðar upptökustjórans Williams Orbit og fleiri aðila.

Í nýlegu viðtali sagði Madonna börnin sín ekki hafa gaman af tónlistinni hennar og skipa henni að lækka niður í hennar eigin lögum þegar hún spilar þau á heimilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.