Lífið

Vill leika Houston

Rihanna vill fara með hlutverk Whitney Houston verði kvikmynd um ævi söngkonunnar gerð.
Rihanna vill fara með hlutverk Whitney Houston verði kvikmynd um ævi söngkonunnar gerð. nordicphotos/getty
Rihanna hefur lýst yfir áhuga á að leika söngkonuna Whitney Houston verði kvikmynd um ævi hennar einhvern tímann gerð.

„Ég mundi leggja allt undir til að geta skilað hlutverkinu af mér með sóma. Þetta er risarulla og sú sem tekur hana að sér verður að standa sig vel," sagði söngkonan í viðtali við The Press Association. Jennifer Hudson, Vivica Fox og Jordin Sparks þykja einnig koma til greina sem Houston.

„Fyrsta lagið sem ég heillaðist af var með Whitney Houston, I Will Always Love You. Lagið veitti mér innblástur og er í raun ástæðan fyrir því að ég lagði fyrir mig söng," segir Rihanna sem þreytir frumraun sína á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Battleship.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.