Lífið

James Bond hefur leika

James Bond mun að öllum líkindum setja Ólympíuleikana sem fara fram í London.
James Bond mun að öllum líkindum setja Ólympíuleikana sem fara fram í London. nordicphotos/getty
James Bond mun setja Ólympíuleikana sem fara fram í London í sumar. Það er leikarinn Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk Bonds í síðustu kvikmyndunum um njósnara hennar hátignar.

Samkvæmt The Guardian hafa leikstjórinn Danny Boyle og Daniel Craig unnið náið með Bretlandsdrottningu að stuttmyndinni The Arrival sem fjallar nýjasta verkefni Bonds; að setja Ólympíuleikana. Í myndinni ferðast Bond frá Buckingham höll að Ólympíuleikvellinum og búast má við að innkoma hans á völlinn verði töff að hætti Bonds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.