Hress skilnaðarplata frá drottningu poppsins Trausti Júlíusson skrifar 11. apríl 2012 09:00 Tónlist. MDNA. Madonna. MDNA er tólfta plata Madonnu og sú fyrsta síðan Hard Candy kom út fyrir fjórum árum. Þetta er líka fyrsta platan hennar síðan hún skildi við Guy Ritchie. Það kemur ekkert á óvart að MDNA sé dúndrandi danstónlistarplata. Allar plötur Madonnu síðan Ray of Light kom út árið 1998 hafa verið nánast hreinræktaðar danstónlistarplötur, ef frá er talin fyrrnefnd Hard Candy sem var unnin með heitustu hip-hop upptökustjórum þess tíma, Timbaland og Neptunes. Hard Candy var frekar misheppnuð, þó að hún ætti sína spretti. MDNA er hins vegar fín Madonnuplata. Madonna hefur alltaf verið lunkin í því að velja sér samstarfsfólk og hún klikkar ekkert á því á MDNA. Á meðal þeirra sem sjá um taktana á plötunni eru Bretinn William Orbit, sem gerði Ray of Light með henni, ítölsku frændurnir Marco „Benni" Benassi og Allessandro „Alle" Benassi og Frakkinn Martin Solveig. Madonna fær líka hjálp frá tveimur af heitustu kvenpoppstjörnum dagsins í dag, Nicki Minaj og M.I.A. Eins og áður segir er þetta fín Madonnuplata. Lögin eru mörg ágæt og Madonna á líka fína spretti í textunum. I Don't Give A er uppgjör við eiginmanninn fyrrverandi og skilnaðartextarnir eru fleiri. Ýktastur er textinn við lagið Gang Bang sem er hefndarfantasía með tilheyrandi skothljóðum („I'm Gonna Shoot Him in the Head Again/Die Bitch!")… Þó að Madonna sé orðin 53 ára þá er hún greinilega enn alveg til í að vera slæma stelpan. Í I'm a Sinner syngur hún „I'm a Sinner/and I Like It That Way" og nafnið á plötunni, MDNA virkjar nokkrar tengingar. Það er einhvers konar stytting á Madonna (M DNA kannski?), en líka mjög líkt MDMA, sem er skammstöfun fyrir alsælu… MDNA er ekkert byltingarkennd, enda gerir maður ekki þær kröfur til Madonnu. Hún er heldur ekki fullkomin, en þetta er vel unnin og skemmtileg plata sem virkar best spiluð á fullu blasti í góðum græjum. Niðurstaða: Poppdrottningin er ekki tilbúin að gefa titilinn frá sér alveg strax. Lífið Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist. MDNA. Madonna. MDNA er tólfta plata Madonnu og sú fyrsta síðan Hard Candy kom út fyrir fjórum árum. Þetta er líka fyrsta platan hennar síðan hún skildi við Guy Ritchie. Það kemur ekkert á óvart að MDNA sé dúndrandi danstónlistarplata. Allar plötur Madonnu síðan Ray of Light kom út árið 1998 hafa verið nánast hreinræktaðar danstónlistarplötur, ef frá er talin fyrrnefnd Hard Candy sem var unnin með heitustu hip-hop upptökustjórum þess tíma, Timbaland og Neptunes. Hard Candy var frekar misheppnuð, þó að hún ætti sína spretti. MDNA er hins vegar fín Madonnuplata. Madonna hefur alltaf verið lunkin í því að velja sér samstarfsfólk og hún klikkar ekkert á því á MDNA. Á meðal þeirra sem sjá um taktana á plötunni eru Bretinn William Orbit, sem gerði Ray of Light með henni, ítölsku frændurnir Marco „Benni" Benassi og Allessandro „Alle" Benassi og Frakkinn Martin Solveig. Madonna fær líka hjálp frá tveimur af heitustu kvenpoppstjörnum dagsins í dag, Nicki Minaj og M.I.A. Eins og áður segir er þetta fín Madonnuplata. Lögin eru mörg ágæt og Madonna á líka fína spretti í textunum. I Don't Give A er uppgjör við eiginmanninn fyrrverandi og skilnaðartextarnir eru fleiri. Ýktastur er textinn við lagið Gang Bang sem er hefndarfantasía með tilheyrandi skothljóðum („I'm Gonna Shoot Him in the Head Again/Die Bitch!")… Þó að Madonna sé orðin 53 ára þá er hún greinilega enn alveg til í að vera slæma stelpan. Í I'm a Sinner syngur hún „I'm a Sinner/and I Like It That Way" og nafnið á plötunni, MDNA virkjar nokkrar tengingar. Það er einhvers konar stytting á Madonna (M DNA kannski?), en líka mjög líkt MDMA, sem er skammstöfun fyrir alsælu… MDNA er ekkert byltingarkennd, enda gerir maður ekki þær kröfur til Madonnu. Hún er heldur ekki fullkomin, en þetta er vel unnin og skemmtileg plata sem virkar best spiluð á fullu blasti í góðum græjum. Niðurstaða: Poppdrottningin er ekki tilbúin að gefa titilinn frá sér alveg strax.
Lífið Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira