Lífið

Páskatónleikar þvert um landið

Þeir Ingó Veðurguð og Matti Papi hafa aldrei sungið saman á tónleikum, en ætla að gera breytingu þar á um páskahelgina.
Þeir Ingó Veðurguð og Matti Papi hafa aldrei sungið saman á tónleikum, en ætla að gera breytingu þar á um páskahelgina.
„Kannski það verði páskaegg númer 3 með í för, en Matti er í einhverju kolvetnisátaki og ég er alltaf á fullu í íþróttunum svo það verður meira um harðfisk og banana held ég,“ segir Ingó Veðurguð sem verður að spila út um allt land með Matta Matt úr Pöpunum yfir páskahelgina.

Þessi samvinna er tilkomin fyrir tilstilli Rokkabillýbandsins vinsæla sem er vant því að fá stór nöfn til liðs við sig á tónleikum. Þetta verður í fyrsta skipti sem Ingó og Matti syngja saman á sviði og von er á fjölbreyttri tónlist. „Þetta verður blanda af lögum frá Veðurguðunum og Pöpunum og svo bara alls konar partílög héðan og þaðan,“ segir Ingó.

Strákarnir ætla að ferðast þvert yfir landið og halda tónleika í Egilsbúð í Neskaupstað eftir miðnætti á föstudaginn langa, í Herðubreið á Seyðisfirði á laugardaginn fyrir páska og í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á páskadag. „Þetta verður svolítið mikil keyrsla, sérstaklega á sunnudag þegar við keyrum frá Egilsstöðum á Ísafjörð, en menn verða bara að drífa sig á fætur snemma,“ segir Ingó, sem reiknar ekki með mikið meira en fjögurra tíma svefni þá nótt í besta falli. „Ég er ekki mjög góður bílstjóri sjálfur svo ætli ég láti ekki gömlu jaxlana sjá um aksturinn og ég hvíli mig bara aftur í á meðan,“ bætir hann við. - trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.