Lífið

Sársaukafullt að ættleiða

Leikkonan Mariska Hargitay segir erfitt að ganga í gegnum ættleiðingarferli.
Leikkonan Mariska Hargitay segir erfitt að ganga í gegnum ættleiðingarferli. nordicphotos/getty
Leikkonan Mariska Hargitay, sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum Law & Order: SVU, segir ættleiðingu erfitt ferli að ganga í gegnum. Hargitay og eiginmaður hennar, Peter Hermann, eiga einn líffræðilegan son og tvö ættleidd börn.

„Ég lýg því ekki, þetta er erfitt ferli og ég segi það hverjum sem vill hlusta að ættleiðing sé ekki fyrir viðkvæma.“

Hargitay og maður hennar höfðu gengið í gegnum ættleiðingarferlið og áttu að ættleiða barn frá Bandaríkjunum. Hjónin höfðu hugsað um barnið í tvo daga þegar blóðmóðirin hætti við og fékk forræði yfir barninu á ný. „Þetta var mjög sársaukafullt fyrir okkur en á sama tíma gæfuríkt fyrir barnið,“ sagði leikkonan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.