Lífið

Sumarbrúðkaup í vændum

Jessica Biel og Justin Timberlake ætla að tjalda öllu til þegar þau ganga í það heilaga í sumar.
Jessica Biel og Justin Timberlake ætla að tjalda öllu til þegar þau ganga í það heilaga í sumar. Nordicphotos/getty
Justin Timberlake og Jessica Biel eru að skipuleggja risastórt sumarbrúðkaup ef marka má People Magazine en hingað til hefur parið ekki tjáð sig um væntanlegt brúðkaup. Samkvæmt heimildum People er það Timberlake sem vill stórt brúðkaup en Biel var sú sem vildi hafa litla athöfn.

„Þau hafa ákveðið að fara að fara að óskum Timberlake og bjóða öllum vinum sínum í athöfnina," segir í blaðinu en Biel ku vera í óða önn að skipuleggja hátíðahöldin. Parið náðist nýlega á mynd saman í Atlanta þar sem Timberlake er við tökur á myndinni Trouble with the Curve.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.